Úrval - 01.10.1970, Qupperneq 13
NÝ VITNESKJA UM TUNGLIÐ
11
kenningu að engu, að tunglið hafi
upphaflega myndazt í öðrum hluta
sólkerfisins og síðan hafi jörðin
dregið það nær sér með aðdráttar-
afli sínu, um leið og það sveif fram
hjá henni.
Þriðja kenningin er sú, að jörðin
og tunglið hafi myndazt samtímis
og á sama hátt. Samkvæmt þeirri
kenningu bárust sameindir stjarn-
ryks, lofttegunda og alls kyns
,,geimrusls“ fram og aftur tilviljun-
arkennt eins og popkorn í popkorns-
vél. Agnirnar rákust saman og sum-
ar festust saman og mynduðu stærri
agnir úr föstu efni, sem drógu til
sín fleiri geimagnir og ryk, þangað
til úr þessu urðu að lokum heilar
reikistjörnur. Vísindamönnum kem-
ur að vísu ekki saman um hin ein-
stöku atriði kenningarinnar, en
flestir þeirra eru þó sammála um,
að tunglið kunni að hafa orðið til á
svipaðan hátt. En tunglefni þau, sem
hingað til hafa náðzt, sanna hvorki
né afsanna slíkar kenningar.
En steinarnir eru samt heilmikill
fíársjóður í augum vísindamann-
anna, því að í þeim finnast agnir af
siálfri sólinni í formi frumefna, sem
nefnast „sjaldgæfar lofttegundir“
(sem kallast slíku nafni, vegna þess
að þær eru óskaplega sjaldgæfar í
iarðefnum og efnum flestra loft-
steina). Hvað snertir þær „síald-
gæfu lofttegundir“, sem fyrir finn-
ast hér í jarðefnum, er álitið, að þær
hafi lokazt inni í hinu upphaflega
efni iarðarinnar, þegar það myndað-
ist. Sumar þeirra birtast sem auka-
efni, er geislavirk frumefni ganga
úr sér. En hvorug þessara aðferða
er samt nægileg skýring á því miklu
meira magni sjaldgæfra lofttegunda,
sem finnast í tunglsteinum, þ.e.
10.000 sinnum meira magn en í
dæmigerðum loftsteinum. Hvaðan
koma þessar sjaldgæfu lofttegundir?
Svarið er á þá leið, að þær komi
frá sólvindinum, hinum risavaxna,
stöðuga loftstraumi, sem myndast
við sjóðandi hitann á yfirborði sólar
og streymir hundrað milljóna mílna
vegalengdir út í geiminn. „Tunglið
er ekki varið af gufuhvolfi né segul-
svæði, og því rekast þessar agnir í
sólvindinum á yfirborð þess og hluti
þeirra festist í steinum og jarðvegi
á yfirborðinu," segir Robert Pepin,
eðlisfræðingur við Minnesotahá-
skóla þessu til skýringar, en hann
hefur verið yfirmaður rannsóknar-
liðs, sem rannsakað hefur hinar
sjaldgæfu loftegundir í tunglgrjót-
inu og rykinu. „Við búumst við að
læra áður en yfir lýkur heilmikið
um efnasamsetning sólarinnar af
þessum loftegundum í tunglgrjótinu
og að öðlast kannske betri skilning
á því, hvernig og hvers vegna ytra
gufuhvolf sólarinnar streymir raun-
verulega stöðugt út í geiminn.“
FTJNDIN EIN BILLJÓN ÁRA
Tunglgrjótið hefur einnig veitt
skýringu á því fyrirbrigði, sem
nefnt er „karlinn í tunglinu“. Ant-
hony Turkevich prófessor við Chi-
cagoháskóla hefur komizt að raun
um, að tunglgrjótið, sem barst hing-
að með Apollo 11., hefur dökkan
blæ, sem orsakast líklega af því, að
í því er mjög mikið af málmum,
sem hafa meiri frumeindaþunga en
kalsíum, t.d. málmarnir titanium og
járn. Þetta tunglgrjót frá Hafi