Úrval - 01.10.1970, Page 16
14
TJRVAL
geti, hve hratt hitinn berst frá
kjarna tunglsins til yfirborðsins.
Það var um að, ræða einn annan
meiri háttar leyndardóm, sem vís-
indamennirnir vonuðu, að tungl-
grjótið mundi veita svar við. Tungl-
ið hafði að vísu lengi verið álitið
dauð reiknstjarna, en líffræðingar
höfðu samt ekki útilokað þann
möguleika, að þeir kynnu að finna
þar einhverja lífræna undanfara
lífsins aftan úr óraforneskju, svo
sem sameindir kolefnasambandá. En
þeir urðu fyrir vonbrigðiim, því að
það var óskaplega lítið af kolefna-
samböndum í tunglgrjótnu, aðeins
nokkrir milljónustu hlutar, en slíkt
þýddi, að þeir hefðu auðveldlega
getað borizt í það við snertingu,
annaðhvort með eldflaugaeldsneyti
eða við mannlega snertingu og með-
höndlun grjótsins hér á jörðu. Hing-
að til hefur ekkert það fundizt í
tunglgrjótinu, sem unnt væri að
flokka sem líf.
f TUNGLGRJÓTINU ER AÐ
FINNA EITTHVERT ÓÞEKKT
FURÐUEFNI.
Sumir líffræðingar hafa rannsak-
að tunglgrjótið og tunglrykið í leit
að kemiskum undanfara lífsins. En
aðrir hafa rannsakað það í leit að
einhverju lífi, sem gæti ef til vill
reynzt lífinu á jörðinni hættulegt.
Engin slík efni hafa að vísu fund-
izt. En ráðgáta hefur samt komið
fram í sambandi við þá leit. Nokkr-
um gerlategundum var komið í
snertingu við fjögur tunglsýnishorn.
Þrjú sýnishornanna höfðu engin á-
hrif á gerlana, en jarðvegur, sem
tekinn var í eins fets dýpt undir
yfírborði tunglsins, drap gerlana.
Vísindamenn álíta, að þeir hafi
drepizt af einhverju eiturefni í
tungljarðveginum. Enginn er samt
enn reiðubúinn til þess að segja,
hvers konar eiturefni er þarna um
að ræða. Nú er verið að endurtaka
þessar tilraunir. Vísindamennirnir
gera ekki ráð fyrir, að þarna sé um
að ræða neina hættu fyrir lífið á
jörðinni. En samt munu enn verða
viðhafðar strangar sótthreinsunar-
aðferðir í Appolo-leiðöngrum í
framtíðinni, þangað til eiturefni
þetta hefur verið greint og vísinda-
menn hafa öðlazt skilning á verk-
unum þess og eðli.
Þessi ráðgáta verður enn flókn-
ari, þegar tekið er tillit til hinna
einkennilegu áhrifa tungljarðvegs á
jurtir. Tunglryk var borið á 31 teg-
und jurtagróðurs, allt frá einföld-
um einfrumuþörungum til háþró-
aðra grænmetistegunda, svo sem
korns, sem hafa flókin efnasambönd.
Rykið hafði aðeins lítil áhrif á hin-
ar háþróuðu jurtir, líklega vegna
hins litla magns tunglefnis miðað
við stærð jurtanna. En lægri jurt-
irnar, þar á meðal tvær burknateg-
undir, ein lifrarjurt og nokkrar
mosategundir, urðu grænni og í
sumum tilfellum stærri, er þær
komust í snertingu við tunglrykið.
Charles Walkinshaw, jurtafræðing-
urinn, sem framkvæmdi þessar til-
raunir, segir, að enn sé engin vitn-
eskja fengin um það, hvað hafi
valdið þessum áhrifum.
Sem stendur virðast vísindamenn
alls ekki vera sammála um merk-
ingu þeirra upplýsinga, sem tungl-
grjótið og tunglrykið hefur ljóstrað