Úrval - 01.10.1970, Blaðsíða 24
Sagan varð forsíðufrétt í öllum dagblöðum Rómaborgar:
Hinn ungi sonur Menn-hjónanna hafðv óskað
þess, að líffœri hans kæmu öðrum að gagni.
EFTIR JOSEPH P. B.LANK
GJAFIR GREGORY MENN
*
*
*
*
*
-jm
fátœklcgri sjúkradeild
í borginni Napoli á
ftalíu liggur grann-
vaxinn, brúnhærður
bandarískur piltur í
sjúkrarúmi. Hann er
16 ára. Hann hefur loftslöngu í
munni. f gegnum slöngu þessa dæl-
ir vél súrefni niður í lungu piltsins
og kolsýru úr þeim og heldur þann-
ig lífinu í honum. Faðir drengsins
horfir í augu sonar síns, en þau sjá
ekki neitt.
„Stöðvið vélina,“ segir hann við
læknana. „Leyfið syni mínum að
deyja."
Tár blika í augum læknanna
tveggja. „Við getum það ekki,“ seg-
ir annar. „Það stríðir gegn sam-
vizku okkar.“
Fyrir Mennfjölskylduna frá bæn-
um Appleton í Wisconsinfylki hafði
ferðin til Napoli í desember síðast-
liðnum verið dásamleg í fyrstu.
Þau voru í leyfi og nutu þess vel.
Þau voru fjögur, John Menn, 55
ára gamall lögfræðingur, Nell, eig-
inkona hans, og synir. þeirra tveir,
Jonathan, 17 ára, og Gregory, 16
ára að aldri. Þau hafði lengi lang-
að til þess að sjá Ítalíu. Þau eyddu
þrem dýrlegum dögum við að skoða
Rómaborg. Svo tók John bíl á leigu
síðdegis á gamlaársdag og ók ró-
lega af stað með fjölskyldu sinni í
suðurátt . . . í áttina til Napoli.
Þetta var dýrleg ferð. Þau hlógu
og léku við hvern sinn fingur.
Foreldrarnir höfðu mikið yndi af
þessum fjölskylduleyfum, sem öll
fjölskyldan eyddi saman. Þeim
fannst það vera mikilvægt að deila
sem flestu með drengjunum sínum,
því að „þeir eru bara hjá manni í
takmarkaðan tíma. Svo fara þeir
sínar eigin leiðir, og þá eru tæki-
færin til þess að vera með þeim
22
— Readers Digest