Úrval - 01.10.1970, Síða 27

Úrval - 01.10.1970, Síða 27
GJAFIR GREGORY MENN 25 tekst okkur að draga þá upp úr gröfinni," sagði hann. John gerði síðan sams konar próf- anir nokkrum sinnum á klukku- stund, en viðbrögðin urðu stöðugt veikari og hættu að lokum. Eftir langa þögn sagði John blíðlega við konu sína: „Ef Greg deyr, ættum við þá ekki að gera það, sem hann vildi, að við gerðum?“ Hún skildi hann tafarlaust og svaraði: „Jú.“ ÓSK SONAR Klukkan 9 næsta morgun komu læknarnir með tæki á hjólum inn í sjúkrastofuna. Það var heilaritun- artæki. Leiðslur voru festar við höfuðleður Gregs til þess að mæla rafstrauminn í heila hans. Tækið sýndi ekki neina slíka starfsemi. Línan, sem tækið ritaði þvert yfir papírinn, var bein og jöfn. Heilinn var dauður. Greg mundi aldrei fá meðvitund aftur. Hjartað sló að vísu enn um stundarsakir, en ein- göngu vegna hjálpar öndunarvélar- innar. „Vilduð þér gjöra svo vel að gera aðra prófun?“ spurði John. Og enn var línan bein og jöfn. „Aðeins eina enn, ef þér viljið gjöra svo vel.“ Línan var enn bein. John leit á Nell og sagði með erfiðismunum: „Það kemur ekkert fram.“ „Geta þeir ekki skorið upp?“ spurði hún. „Það þýðir ekkert fvrir okkur að blekkja okkur, Nell,“ sagði hann. ,.Ég skal gera nauðsynlegar ráðstaf- anir.“ John sagði því næst við læknana: „Það var ósk sonar okkar, og það er ósk okkar, að líkami hans verði notaður í læknisfræðilegum til- gangi. Líkami hans er ungur og hraustur, og líffæri hans geta reynzt mikilvæg fyrir það fólk, sem þörf hefur fyrir þau.“ Læknarnir voru þrumu lostnir. Þeir höfðu aldrei orðið vitni að svo innilegum vilja til þess að láta gott af sér leiða. „Hornhimnur,“ sagði annar læknirinn. „Við höfum marga sjúklinga hér, sem þarfnast hornhimna.“ „En hvað um hitt? Hjarta? Nýru?“ „Við höfum ekki tæki til þess að framkvæma nýrnaflutning. Og hjartaflutningar stríða gegn ítöslk- um lögurn." „Getur læknaskólinn notað lík- ama hans til rannsókna?" Læknarnir hristu höfuðið: „Það er ekki leyft, nema hinn látni gefi líkama sinn fyrir andlátið.“ „Aðeins hornhimnurnar?" „Já.“ „Stöðvið þá vélina," sagði John. Honum fannst það gagnslaust og grimmdarlegt að halda líkamanum lifandi, þegar Greg sjálfur var horf- inn. En þegar læknarnir neituðu að gera það, sagði Jahn: „É'g skil.“ Allan þennan dag fann hann vaxa innra með sér löngun til þess að aðhafast eitthvað fleira, sem mið- aði að því að uppfylla óskir sonar hans. Næsta morgun heimsótti fjöl- skyldan Alþjóðlega sjúkrahúsið og báðu foreldrar Gregs dr. Ferraino um aðstoð við að finna nýrnaþega. „Eg held, að við getum gert eitt- hvað í þessu efni,“ sagði læknirinn við þau. „Ég skal snúa mér að því
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.