Úrval - 01.10.1970, Síða 34
32
TJRVAL
samfarir eða um er að ræða einhvers
konar kynferðilegan ófullkomleika
eða vangetu konunnar. („Við notum
ekki orðið „kynkuldi“,‘‘ segir dr.
Masters. „Við vitum ekki, hvað það
orð þýðir“). f sumum tilfellum út-
skýra þau Masters og Johnson sér-
stakar aðferðir eða kynstellingar og
stinga upp á því, að hjónin noti þær.
Þau krefjast aldrei neinna sérstakra
afreka af sjúklingunum. En á hverj-
um fundi hvetja þau hjónin til þess
að reyna að ná góðum kyntengslum
sín í milli. Þau gera allt til þess að
leiðbeina þeim í því efni og styrkja
þau. Á hverjum degi skýra sjúkling-
arnir frá mistökum sínum og ræða
þau við læknana.
Þessar sérstöku meðhöndlunarað-
ferðir eiga sinn mikla þátt í vel-
gengni þessara lækningatilrauna
þeirra Masters og Johnson. En það
eru einnig aðrir þættir, sem hafa sitt
að segja í því efni. Flest hjónin eru
utanbæjarfólk, sem hefur skilið
börn sín, fjölskyldu- og efnahags-
vandamál eftir heima og geta nú
slakað á og notið hvors annars. Þar
að auki fer fram sálfræðileg rann-
sókn og athugun á sjúklingum, áð-
ur en tekið er við þeim (tekið er við
taugaveikluðu fólki, en ekki því,
sem er haldið alvarlegum geðsjúk-
dómum). Strax við komuna til
stofnunarinnar mæta þeir fyllstu
tillitssemi og smekkvísi, hvað þá
sjálfa og vandamál þeirra snertir.
Grundvallarkenningar bókar
þeirra Masters og Johnson „Mann-
legrar kynferðilegrar vangetu“, voru
mótaðar af þeim árið 1958. Þá voru
þau þegar byrjuð á slíkum athug-
unum og rannsóknum á rannsóknar-
stofu. Þar á meðal rannsökuðu þau
kynhegðun fólks með hjálp ýmissa
tækja, svo sem elektróða og kvik-
myndavéla, og athuguðu viðbrögð
þess og atferli, meðan á kynmökum
stóð. Þá strax komust þau á þá
skoðun, að frumskilyrði lækninga á
þessu sviðið væri það, að hjónin
væru meðhöndluð sem ein heild.
Þau tóku sína róttækustu ákvörðun,
þegar þau ákváðu að meðhöndla ó-
gifta menn eða menn, sem höfðu
verið giftir og voru nú fráskiidir.
Þau ákváðu að útvega hverjum slík-
um sjúklingi kvenmaka og völdu þá
ætíð af mikilli kostgæfni. Og síðan
voru þau bæði meðhöndluð samtím-
is sem ein heild, líkt og þau væru
hjón.
Þetta var byltingarkennd og einn-
ig hneykslanleg hugmynd að margra
dómi. En þau náðu árangri á þennan
hátt. Þau voru viðbúin mikilli gagn-
rýni almennings vegna útvegunar
slíkra makastaðgengla". Um það
farast dr. Masters svo orð: „Það fólk,
sem er í slíku kynferðilegu jafn-
vægi, að því finnist slíkar aðstæður
kynæsandi, er hamingjusamt. Við
vildum, að aðstæðurnar væru þ^ð.
En fyrir karlmann, sem þjáist af
kynferðilegri vangetu og er haldinn
ótta, öryggisleysi og örvæntingu, en
vonar þó, að hann fái einhverja
lækningu, eru slíkar aðstæður langt
frá því að vera kynæsandi.“
Hingað til hafa þau meðhöndlað
41 ógiftan karlmann með hjálp
„makastaðgengla", og þar að auki
13 menn, sem leituðu til stofnunar-
innar með konum, sem þeir voru
reyndar ekki giftir, einnig þrjár ó-