Úrval - 01.10.1970, Side 40
38
ÚRVAL
exico í Kaliforníu persónuskilríki
sín, en hann er beint á móti Mexi-
cali hinum megin landamæranna.
Þeir halda á hádegismatnum sín-
um í annarri hendinni og vinnu-
áhöldum sínum og salat- eða aspar-
gusskurðhnífum í hinni. Fólk þetta
var fótgangandi. Straumurinn jókst
stöðugt, og nú kom einnig fólk í
bílum, bæði gömlum og nýjum. í
suma hafði verið troðið 7 til 8
manna fjölskyldu. Og Bandaríkja-
megin landamæranna biðu svo
vagnar atvinnuveitendanna til þess
að flytja fólkið út á akrana.
Fólk það, sem ber þessi grænu
kort og fer daglega á milli land-
anna til vinnu, er alls ekki hægt að
skoða sem innflytjendur, sem hafi
þannig rétt til vinnu í Bandaríkj-
unum. Fólk þetta hefur bara kort
með bandarískri vegabréfsáritun,
þar sem það er tekið fram, að það
ætli sér að flytja til Bandaríkjanna.
En það býr i Mexíkó og heldur til
heimalands síns á hverju kvöldi.
Fólk þetta heyrir undir bandarísk
herskyldu- og skattalög, en oft
sleppur það við allar slíkar kvaðir
með því að leggja áherzlu á, að það
búi erlendis. En samt er fólk þetta
kallað „ferðainnflytjendur“ af Inn-
flytjendaþjónusunni (þ. e. innflytj-
endur, sem ferðast yfirleitt daglega
fram og aftur yfir landamærin). Sú
skilgreining hófst fyrir 43 árum
samkvæmt reglugerð Innflytíenda-
þjónustunnar, en á sér samt enga
stoð í innflytjendalögum okkar.
Samkvæmt þessari flokkun Inn-
flytjendaþjónustunnar, sem á sér
enga stoð í lögum eins og áður
gegir, koma líklega um 100.000
Mexíkanar daglega yfir landamær-
in til þess að vinna í Bandaríkjun-
um. Og þeir hafa þessi grænu kort
í fórum sínum. Sumir þeirra fara
að vísu ekki aðeins yfir landamær-
in, heldur vinna við uppskerustörf
langt fyrir norðan þau, eftir því
hvar þau er að fá hverju sinni,
jafnvel allt norður í Minnesota- og
Michiganfylkjum.
Það er einnig um að ræða önnur
plögg, sem hægt er að nota til þess
að fara yfir mexíkönsku landamær-
in, og það eru ýmsar lekar rifur á
landamærunum. Helzt slíkra plagga
eru landamærakort, sem leyfa er-
lendum handhafa að fara yfir
landamærin og dvelja allt að 72
stundir á svæði, sem nær 25 mílur
norður fyrir þau. Slíkt er löglegt.
En það er um að ræða blómstrandi
neðanjarðarstarfsemi, sem rekin er
af umboðsmönnum atvinnuveitenda
og mannasmyglurum, sem starfa
upp á eigin spýtur. Þessir menn
taka á móti slíku fólki og senda það
lengra inn í land í járnbrautarlest-
um, langferðabílum eða flugvélum
til alls konar starfa til langs tíma,
aðallega í Los Angeles. Kort þeirra
eru í gildi eins lengi og óskað er.
Og Innflytjendaþjónustan heldur
engar skrár um komudag slikra
gesta til Bandaríkjanna. Nái lög-
gæzluyfirvöldin slíkum gesti, geta
þau ekki komizt að því, hvenær
hann kom til Bandaríkjanna né
hversu oft hann hefur brotið þessi
löe. Innflytjendaþjónustan lýsir því
vfir, að hálf þriðja milljón Mexí-
kana eigi slík landamærakort. I
fyrra voru gefin út 324.000 slík kort
þrátt fyrir það, að mexikanska