Úrval - 01.10.1970, Side 41

Úrval - 01.10.1970, Side 41
FÁTÆKTIN VIÐ LANDAMÆRIN 39 stjórnin hefur undanfarið reynt að skapa borgurum sínum, sem nálægt landamærunum búa, næga atvinnu. Flestir þeirra, sem nota enn aðr- ar aðferðir til þess að komast yfir landamærin, gera slíkt í trássi við öll lög og reglur og þá venjulega að næturlagi. Ef maður fer með eftirlitsbíl Landamæraeftirlitsins meðfram gaddavírsgirðingunni á landamærunum, sem er 14 fet á hæð, má heyra næstum stöðugt orð- sendingar í senditækjunum, þar sem landamæraverðir tilkynna, að þeir hafi náð í, hrakið burt eða komið auga á fólk, sem er að reyna að komast yfir landamærin á ólög- legan hátt. Slíkt fólk er kallað „blautbakar", hvort sem það reynir að synda yfir ár eða komast yfir girðinguna. Leitarljósum eftirlits- bílsins er stöðugt beint að sandræm- unni, sem lögð hefur verið með- fram girðingunni á landamærunum. Hún er ýfð á hverjum degi, svo að auðvelt sé að greina ný fóspor í henni. Þegar landamæraverðirnir koma auga á slík fótspor, fylgja þeir þeim inn á næstu akra og vegi, eins og Indíánar, sem reka slóð. Maður verður furðu lostinn yfir því, að þetta skuli vera helz.ta vopn Landa- mæraeftirlitsins gegn ólöglegum gestum á þessari öld rafeindatækn- innar með hennar aragrúa af alls konar öðrum varnartækjum, sem nota mætti í þessum tilgangL í fyrra handtók Landamæraeftirlit- ið 201.153 „blaubaka". En einn eða fleiri sluppu í gegn fyrir hvern þann, sem handtekinn var, að því er landamæraeftirlitsmenn álíta. ALGER RINGULREIÐ Á VINNUMARKAÐINUM Eymd sú, sem oft fylgir í kjölfar bæði ólöglega „blautbaksins" og hins löglega handhafa landamæra- korta, er greinileg meðfram öllum landamærunum. Ef þið hafið álit- ið, að fátækustu bæirnir okkar séu í Mississippifylki eða Appalachia- fjallabyggðunum nálægt austur- ströndinni, þá hafið þið rangt fyrir ykkur. Fátækasti bærinn er Laredo í Texasfylki, sem hefur 80.000 íbúa. þar eru lægstu fjölskyldutekjur í öllum Bandaríkjunum. Á hverjum morgni ganga 3500 Mexíkanar frá mexíkanska landamærabænum Nu- evo Laredo yfir Alþjóðlegu brúna, sem liggur yfir ána Rio Grande, og fá vinnu í Bandaríkjunum, sem karlar og konur í Laredo hafa geysilega þörf fyrir. „Opinberar" atvinnuleysisskýrslur í Laredo sýna, að 10% vinnandi fólks er þar atvinnulaust, en það er tvöfalt með- altal landsins alls. Það er sama sagan meðfram öll- um landamærunum. í bænum E1 Paso í Texasfylki hefur Atvinnu- nefnd Texasfylkis enn ekki getað útvegað 8000 umsækjendum at- vinnu. En samt koma 15.000 Mexí- kanar á hverjum degi frá mexí- kanska landamærabænum Juárez til starfa í Bandaríkjunum. Það er ódýrara að lifa í Juárez en í E1 Paso. og því láta Mexíkanarnir sér nægja lágmarkslaunin, einn dollara og sextíu cent á klukkustund eða jafnvel enn lægri laun. Þetta ástand neyðir faglærða bandaríska tré- smiði til dæmis til þess að vinna fyrir 1 dollara og 60 cent til 2 doll-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.