Úrval - 01.10.1970, Blaðsíða 41
FÁTÆKTIN VIÐ LANDAMÆRIN
39
stjórnin hefur undanfarið reynt að
skapa borgurum sínum, sem nálægt
landamærunum búa, næga atvinnu.
Flestir þeirra, sem nota enn aðr-
ar aðferðir til þess að komast yfir
landamærin, gera slíkt í trássi við
öll lög og reglur og þá venjulega
að næturlagi. Ef maður fer með
eftirlitsbíl Landamæraeftirlitsins
meðfram gaddavírsgirðingunni á
landamærunum, sem er 14 fet á
hæð, má heyra næstum stöðugt orð-
sendingar í senditækjunum, þar
sem landamæraverðir tilkynna, að
þeir hafi náð í, hrakið burt eða
komið auga á fólk, sem er að reyna
að komast yfir landamærin á ólög-
legan hátt. Slíkt fólk er kallað
„blautbakar", hvort sem það reynir
að synda yfir ár eða komast yfir
girðinguna. Leitarljósum eftirlits-
bílsins er stöðugt beint að sandræm-
unni, sem lögð hefur verið með-
fram girðingunni á landamærunum.
Hún er ýfð á hverjum degi, svo að
auðvelt sé að greina ný fóspor í
henni.
Þegar landamæraverðirnir koma
auga á slík fótspor, fylgja þeir þeim
inn á næstu akra og vegi, eins og
Indíánar, sem reka slóð. Maður
verður furðu lostinn yfir því, að
þetta skuli vera helz.ta vopn Landa-
mæraeftirlitsins gegn ólöglegum
gestum á þessari öld rafeindatækn-
innar með hennar aragrúa af alls
konar öðrum varnartækjum, sem
nota mætti í þessum tilgangL í
fyrra handtók Landamæraeftirlit-
ið 201.153 „blaubaka". En einn eða
fleiri sluppu í gegn fyrir hvern
þann, sem handtekinn var, að því
er landamæraeftirlitsmenn álíta.
ALGER RINGULREIÐ
Á VINNUMARKAÐINUM
Eymd sú, sem oft fylgir í kjölfar
bæði ólöglega „blautbaksins" og
hins löglega handhafa landamæra-
korta, er greinileg meðfram öllum
landamærunum. Ef þið hafið álit-
ið, að fátækustu bæirnir okkar séu
í Mississippifylki eða Appalachia-
fjallabyggðunum nálægt austur-
ströndinni, þá hafið þið rangt fyrir
ykkur. Fátækasti bærinn er Laredo
í Texasfylki, sem hefur 80.000 íbúa.
þar eru lægstu fjölskyldutekjur í
öllum Bandaríkjunum. Á hverjum
morgni ganga 3500 Mexíkanar frá
mexíkanska landamærabænum Nu-
evo Laredo yfir Alþjóðlegu brúna,
sem liggur yfir ána Rio Grande,
og fá vinnu í Bandaríkjunum, sem
karlar og konur í Laredo hafa
geysilega þörf fyrir. „Opinberar"
atvinnuleysisskýrslur í Laredo
sýna, að 10% vinnandi fólks er þar
atvinnulaust, en það er tvöfalt með-
altal landsins alls.
Það er sama sagan meðfram öll-
um landamærunum. í bænum E1
Paso í Texasfylki hefur Atvinnu-
nefnd Texasfylkis enn ekki getað
útvegað 8000 umsækjendum at-
vinnu. En samt koma 15.000 Mexí-
kanar á hverjum degi frá mexí-
kanska landamærabænum Juárez
til starfa í Bandaríkjunum. Það er
ódýrara að lifa í Juárez en í E1
Paso. og því láta Mexíkanarnir sér
nægja lágmarkslaunin, einn dollara
og sextíu cent á klukkustund eða
jafnvel enn lægri laun. Þetta ástand
neyðir faglærða bandaríska tré-
smiði til dæmis til þess að vinna
fyrir 1 dollara og 60 cent til 2 doll-