Úrval - 01.10.1970, Side 48

Úrval - 01.10.1970, Side 48
46 ÚRVAL Honum tókst að opna hana, og hann var búinn að teygja sig inn í sætið til þess að toga Nancy út og hrópaði í sífellu: „Komdu þér út! Komdu þér út! Komdu þér út“! þegar bíll- inn stakkst næstum alveg á endann og rann þannig hægt niður í ána. Þegar hann skall í vatnið, slengdist hurðin aftur af þrýstingnum og hægri fótur Marks klemmdist á milli. Þannig dró bíllinn Mark með sér niður í vatnið. Klukkan var nú um 2 mínútur yf- ir hálffimm. Faðir Marks var tekinn á rás heim að húsinu sínu. Hann þreif símann, valdi núll og sagði biðjandi röddu: „Símastúlka, hring- ið á hjálp ... fljótt... fljótt.“ Nokkrum sekúndum síðar kvað neyðarhringing við í stöð númer 16 í vesturhverfum Miami og einnig í stöð númer 12 tveim mílum norðar. Slökkviliðsbíll númer 16 æddi út af stöðinni 3 mínútum yfir hálffimm með neyðarflautuna í gangi, og á eftir honum fylgdi annar bíll. Á vinstra þrepi bíls númer 16 stóð Larry Norton slökkviliðsmaður, sem hafði áður verið björgunarbaðvörð- ur. Norton hugsaði með sjálfum sér: „Það deyr kannske einhver núna.“ Hann gerði sér grein fyrir því, að hann yrði kannske. að kafa, og því tók hann af sér úrið. Mark hafði sokkið með bílnum. Hann var búinn að súpa talsvert vatn, þegar honum tókst að losa fót- inn úr dyragættinni. Strax og hon- um skaut upp á yfirborðið, æpti hann: „Nancy er í bílnum. Það verð- ur einhver að reyna að ná henni út!“ Hann andaði að sér af öllum lífs og sálar kröftum og stakk sér svo aft- ur og reyndi að finna bílinn. Honum tókst það ekki. Hann var alveg að- framkominn af loftleysi, þegar hann spyrnti loks frá sér. Og svo skaut honum upp aftur. Hann hríðskalf. Meðal þeirra, sem höfðu nú safn- azt saman á árbakkanum, var brezk- ur siglingamaður, David Harley að nafni. Hann var með rúllu af nylon- kaðli í höndunum, og var kaðallinn hálfur þumlungur að þykkt. Hann batt nú kaðlinum við einn stólpann á árbakkanum, kastaði honum svo útbyrðis og stakk sér á eftir honum. Það var þessi maður, sem fann bíl- inn. Bíllinn lá í leðju á 15 feta dýpi og sást ekki vegna gruggugs vatns- ins. Hann þreifaði á bílnum og fann að önnur hurðin vissi upp. Hann togaði í handfangið, en hann gat ekki opnað hana. Hann batt kaðlin- um við handfangið og spyrnti sér upp á yfirborðið. Mark ætlaði að kafa aftur, en hann var alveg örmagna og hafði augsýnlega fengið lost, svo að vinir hans öftruðu honum frá því. Hann sá nú slökkviliðsmenn og lögreglu- menn koma hlaupandi. Bob Lane slökkviliðsmaður varð fyrstur þeirra til þess að kafa. Hon- um hafði jafnvel ekki gefizt tími til þess að fara í sérstakan búning. Hann var bara í buxum og skyrtu. Dan Green slökkviliðsmaður stakk sér á eftir honum og lenti næstum ofan á honum. Lane fikraði sig nið- ur eftir kaðlinum, fann hurðarhand- fangið og reyndi að opna hurðina. En honum tókst það ekki. Dan Green tókst það ekki heldur. Hann fann, að þetta var hurðin við bíl-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.