Úrval - 01.10.1970, Blaðsíða 48
46
ÚRVAL
Honum tókst að opna hana, og hann
var búinn að teygja sig inn í sætið
til þess að toga Nancy út og hrópaði
í sífellu: „Komdu þér út! Komdu
þér út! Komdu þér út“! þegar bíll-
inn stakkst næstum alveg á endann
og rann þannig hægt niður í ána.
Þegar hann skall í vatnið, slengdist
hurðin aftur af þrýstingnum og
hægri fótur Marks klemmdist á
milli. Þannig dró bíllinn Mark með
sér niður í vatnið.
Klukkan var nú um 2 mínútur yf-
ir hálffimm. Faðir Marks var tekinn
á rás heim að húsinu sínu. Hann
þreif símann, valdi núll og sagði
biðjandi röddu: „Símastúlka, hring-
ið á hjálp ... fljótt... fljótt.“
Nokkrum sekúndum síðar kvað
neyðarhringing við í stöð númer 16 í
vesturhverfum Miami og einnig í
stöð númer 12 tveim mílum norðar.
Slökkviliðsbíll númer 16 æddi út af
stöðinni 3 mínútum yfir hálffimm
með neyðarflautuna í gangi, og á
eftir honum fylgdi annar bíll. Á
vinstra þrepi bíls númer 16 stóð
Larry Norton slökkviliðsmaður, sem
hafði áður verið björgunarbaðvörð-
ur. Norton hugsaði með sjálfum sér:
„Það deyr kannske einhver núna.“
Hann gerði sér grein fyrir því, að
hann yrði kannske. að kafa, og því
tók hann af sér úrið.
Mark hafði sokkið með bílnum.
Hann var búinn að súpa talsvert
vatn, þegar honum tókst að losa fót-
inn úr dyragættinni. Strax og hon-
um skaut upp á yfirborðið, æpti
hann: „Nancy er í bílnum. Það verð-
ur einhver að reyna að ná henni út!“
Hann andaði að sér af öllum lífs og
sálar kröftum og stakk sér svo aft-
ur og reyndi að finna bílinn. Honum
tókst það ekki. Hann var alveg að-
framkominn af loftleysi, þegar hann
spyrnti loks frá sér. Og svo skaut
honum upp aftur. Hann hríðskalf.
Meðal þeirra, sem höfðu nú safn-
azt saman á árbakkanum, var brezk-
ur siglingamaður, David Harley að
nafni. Hann var með rúllu af nylon-
kaðli í höndunum, og var kaðallinn
hálfur þumlungur að þykkt. Hann
batt nú kaðlinum við einn stólpann
á árbakkanum, kastaði honum svo
útbyrðis og stakk sér á eftir honum.
Það var þessi maður, sem fann bíl-
inn. Bíllinn lá í leðju á 15 feta dýpi
og sást ekki vegna gruggugs vatns-
ins. Hann þreifaði á bílnum og fann
að önnur hurðin vissi upp. Hann
togaði í handfangið, en hann gat
ekki opnað hana. Hann batt kaðlin-
um við handfangið og spyrnti sér
upp á yfirborðið.
Mark ætlaði að kafa aftur, en
hann var alveg örmagna og hafði
augsýnlega fengið lost, svo að vinir
hans öftruðu honum frá því. Hann
sá nú slökkviliðsmenn og lögreglu-
menn koma hlaupandi.
Bob Lane slökkviliðsmaður varð
fyrstur þeirra til þess að kafa. Hon-
um hafði jafnvel ekki gefizt tími til
þess að fara í sérstakan búning.
Hann var bara í buxum og skyrtu.
Dan Green slökkviliðsmaður stakk
sér á eftir honum og lenti næstum
ofan á honum. Lane fikraði sig nið-
ur eftir kaðlinum, fann hurðarhand-
fangið og reyndi að opna hurðina.
En honum tókst það ekki. Dan
Green tókst það ekki heldur. Hann
fann, að þetta var hurðin við bíl-