Úrval - 01.10.1970, Side 49

Úrval - 01.10.1970, Side 49
BÍLLINN í ÁNNI 47 stjórasætið. Bíllinn virtist þannig liggja á hægri hliðinni. Slökkviliðs- mennirnir Sam Givens og Paul Dam mann voru nú líka komnir út i ána. Þeir fikruðu sig niður eftir kaðlin- um til skiptis, en þeim tókst ekki að opna hurðina. Nú voru mennirnir teknir að klæðast kafarabúningum og farnir að setja á sig sundfit og köfunargrímur. Þegar bíllinn rann niður í ána, fannst Nancy Burns ekki sem hún væri að detta, þ.e. ekki fyrr en hún sá öldurnar fyrir utan framrúðuna, sem hækkuðu sífellt. Hún hafði sótt námskeið í hjálp í viðlögum á veg- um Rauða krossins. Og þar hafði henni verið kennt, að svolítill loft- poki verði eftir í sumum bílum, er þeir sökkva í vatn. „Ég má ekki sleppa mér,“ sagði hún við sjálfa sig. Nú varð mjög dimmt í bílnum. Vatnið náði henni nú upp á kálfa, síðan upp í mitti og svo upp að brjósti. Hún hætti að hafa nokkra trú á þessum loftpoka, þegar höfuðið var farið í kaf. Hún gerði sér skyndilega grein fyrir því, að hún átti aðeins eftir stutta stund ólifaða. Vegna myrkursins hætti hún að gera sér grein fyrir því, hvað sneri upp eða niður. Hún reyndi að synda vfir í aftursætið, en komst að því, að áföstu höfuðpúðarnir á framsæt- unum hindruðu hana í því. Hún hélt niðri í sér andanum og tróð sér á milli höfuðpúðanna. Höfuð hennar var enn í kafi, en skyndilega fann hún, að henni tókst að lyfta því upp úr vatninu og hún gat dregið djúpt að sér andann. Hún var nú í aftur- sætinu vinstra megin. Henni létti nú, því að hún vissi, að hún hafði fundið loftpokann. Næstu augnablikin lá hún upp við baksætið. lét sig fljóta og hugsaði málið. Hún fékk frekari upplýsingar um þennan loftpoka með því að þreifa fyrir sér. Hann byrjaði á móts við mitti hennar yfir miðju baksæt- inu og teygði sig aftur í auða rúmið fyrir aftan sætið og virtist um 6 fet á lengd, 2 fet á breidd og 18 þum- lungar á dýpt. Hún lá þarna í loft- pokanum og gat snert framsætið utan hans með fótunum. Nú leið önnur mínúta, og hún fór að velta því fyrir sér, hvort Mark mundi koma. Síðan skaut hrylli- legri hugsun niður í hugskot henni: Kannske er Mark drukknaður. Það er á slíkum augnablikum, sem fólk í slíkri klípu missir stjórn á sjálfu sér. Það lemur í bílinn í æði. Og vegna þessarar áreynslu eyðir það þeim litlu loftbirgðum, sem það hefur. Nancy missti ekki stjórn á sér. Hún fór nú aftur að semja áætl- un um, hvað hún skyldi aðhafast. „Ef ég kemst í uppnám, eyði ég meira súrefni. En ég verð að láta þá vita, að ég sé enn lifandi, því að annars gefast þeir upp við þetta og skilja mig eftir.“ Hún fór að lemja á afturrúðuna. Hún hætti þessu eftir nokkur augna- blik og lá alveg kyrr og horfði upp fyrir sig. „Þetta er leðjugrugg í vatninu," hugsaði hún. En svo var sem eitthvað form birtist í grugginu. Hún sá tvo dökka fætur. Mark var kominn! Hún lamdi æðislega í rúð- una. En fæturnir mjökuðust burt eftir nokkrar sekúndur. Mark hafði ekki tekizt að finna bílinn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.