Úrval - 01.10.1970, Blaðsíða 54

Úrval - 01.10.1970, Blaðsíða 54
52 ÚRVAL hann að heimsækja tvo unga fanga á Betrunarhæli Washingtonfylkis í Monroe samkvæmt beiðni vinar síns. Einmanakennd sú, sem hrjáði fangana, hafði sífellt sterkari áhrif á hann. Eins og svo margir aðrir fangar voru menn þessir næstum algerlega einangraðir frá umheim- inum. Engin bréf, engar heimsókn- ir. Þeim hafði verið afneitað af fjölskyldum þeirra. Þeir voru fýld- ir og beiskir og haldnir hatri til þjóðfélagsins. Simmons spurði ann- an fangann: „Munu þeir ekki hjálpa þér að fá vinnu, þegar þú kemst burt héðan“? „Þeir“? át fanginn eft- ir honum biturlega. „Það er ekki um neina þá að ræða“. Þetta hafði djúp áhrif á Simm- ons, og hann reyndi að finna lausn á þeim vandamálum, sem þessir gleymdu menn höfðu við að glíma. Hann rannsakaði fangahjálparstarf- semi í ýmsum löndum og þá fyrst og fremst þá hjálp, sem fangarnir nutu, eftir að þeim hafðp. verið sleppt lausum úr fangelsi. Hann rannsakaði samtals 35 slík kerfi. Hann var hrifnastur af hjálparstarfi því, sem rekið var í Hollandi, en þar höfðu allt að 90% fyrrverandi afbrotamanna hætt afbrotum, eftir að þeir höfðu verið látnir lausir gegn drengskaparloforði eða til reynslu, en aftur á móti aðeins 50% í Bandaríkjunum. Simmons komst að því, að ástæðan fyrir þessari vel- gengni var sú, að í Hollandi var stuðzt við aðstoð um 9000 almennra borgara, sem höfðu boðizt til að gerast eins konar verndarar og eft- irlitsmenn fanga þessara og aðstoð- uðu þá eftir megni, vöktu yfir vel- ferð þeirra og styrktu siðferðisþrek þeirra, og þá ekki aðeins eftir að þeim hafði verið sleppt lausum heldur einnig meðan þeir voru enn í fangelsi. Simmons gat ekki gleymt þessari hugmynd um sjálfboðaliðahjálp. „Sjáðu til”, sagði hann við eigin- konu sína. „Það eru 12 milljón íbú- ar í Hollandi, en aðeins 1500 fang- ar í strangri gæzlu, þar sem fylkið okkar hefur aftiu á móti 3 milljón íbúa, en 3000 fanga í strangri gæzlu. Væri hlutfallstalan sú sama hér og í Hollandi, ættu þeir aðeins að vera 375. Slíkt mundi þýða árlegan sparn- að, sem nemur vinnuafli 2625 manna og að minnsta kosti 8 millj- ón dollara skattheimtufjársparnað vegna lækkaðs fangelsiskostnaðar”! Simmons kallaði nokkra vini sína saman á fund til þess að ræða nið- urstöður sínar. „Þetta er geysilegt vandamál um land allt”, sagði hann, „og einhver verður að hefjast handa. Við verðum að ná tengslum við fangann, áður en honum er sleppt lausum. Við verðum að hjálpa hon- um til þess að öðlast jákvæð þjóð- félagsleg viðhorf. Ég er sannfærður um, að þetta er aðeins hægt að gera með persónulegu sambandi sjálf- boðaliðans við fangann, þ.e. að frjálsi borgarinn heimsæki hinn fangelsaða af aðeins einni ástæðu, vegna þess að hann lœtur sig jang- ann einhverju skipta. Mig langar til þess að kalla áætlun þessa „M-2 ---- Man-to-Man”. En mundu venjulegir borgarar gefa sér tíma til þess að fara inn í fangelsi og bjóða fanga vináttu og siðferðisstuðning? Mundu þeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.