Úrval - 01.10.1970, Síða 57

Úrval - 01.10.1970, Síða 57
FANGAHJÁLP SEM BER ÁRANGUR 55 ara. „Þið getið séð, hvílíkar fúlgur sjálfboðaliðar okkar geta sparað ríki, fylki og skattborgurum", segir hann, þegar það er haft í huga, að fangelsisdvöl hvers fanga kostar Washingtonfylki 4500 dollara á ári. Þar að auki kostar framfærsla konu hans og barna aðra 4500 dollara. Takist okkur til dæmis að halda 100 giftum mönnum og 200 ógiftum frá fangelsunum, sparast þar með yfir milljón dollarar á ári“. Ýmsir helztu embættismenn Washingtonfylkis styðja starfsemi Simmons af heilum huga. Daniel J. Evans fylkisstjóri hefur þetta að segja um hana: „Hún borgar sig á þrennan hátt: Hinum fyrrverandi afbrotamanni er hiálpað til þess að verða nytsamur borgari. Það spar- ast mikið. fé fyrir skattborgarann. Og sjálfboðaliðinn sjálfur verður betri maður en ella“. Viðleitni Vinnulækningar hf., undir forystu sjálfboðaliðanna, er í samræmi við þá skoðun, sem virð- ist vera að vaxa fylgi um gervallt landið; þ.e. að alls konar stofnanir, nefndir og embættismenn á æðri stigum ríkis- og fylkisstiórnar af- reki lítið á sviði þjóðfélagslegra endurbóta og að það sé ekki skrif- finnurinn, heldur hinn ábyrgi borg- ari, sem verði að knýja þær fram. Fyrrverandi svartur fangi í fang- elsinu í Monroe, sem nú er blaða- maður í Seattle, hefur þetta að segia um starfsemi þessa: „Hefði ég ekki notið hvíta stuðningsmannsins míns við, væri ég nú líklega her- skár, reiður baráttumaður innan réttindabaráttu blökkumannanna. Ég held, að svipuð starfsemi, svip- uð viðleitni mundi einnig heppnast í svörtu fátækrahverfunum.... og reyndar hvar sem fólk vill leggja sig fram um að sýna öðru fólki, að það láti sig það einhverju máli skipta sem einstaklinga. Ég á við, að það láti sig það raunverulega einhverju máli skipta“. BORGARAR, ÞAÐ ER ÞÖRF FYRIR AÐSTOÐ YKKAR! Myrl E. Alexander, er.hefur ný- lega hætt störfum fyrir aldurs sak- ir sem forstöðumaður Fangelsis- málastofnunar Bandaríkjanna, hef- ur þetta að segja um starfsemi þessa: Hin óskaplega einangrun banda- rískra fanga frá aðalfarvegi þjóð- félagsins hefur átt sinn þátt í, að réttarfarslegu markmiði í sakamál- um hefur ekki verið náð: þ.e. fækk- un glæpa með því að beina afbrota- mönnum á rétta braut, frá saknæmri hegðun til viðurkenndrar og gagn- legrar hegðunar. Þetta er nú viður- kennt, og því er nú verið að endur- skoða algerlega það kerfi betrunar- aðferða, sem notaðar eru. Verið er að gera áætlanir um nýjar mennt- unar- og starfsþjálfunarleiðir fyrir fangana, auk aukinnar ráðgjafa- starfsemi. Verið er smám saman að mynda ný tengsl fanganna við þjóðfélagið utan fangelsismúranna. Þar má nefna það, að fangar séu látnir lausir um skemmri eða lengri tíma til þess að. vinna utan fang- elsisins, nám þeirra í nálægum skól- um, leyfi úr fangelsinu og nýja teg- und fangelsa, þar sem fangarnir hafa nokkurt frelsi og eru ekki fangar nema á vissan hátt, vinna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.