Úrval - 01.10.1970, Blaðsíða 61
LÆMINGINN ER FURÐUSKEPNA
59
fjörðum, eru dalirnir eina undan-
komuleið læmingjanna. Og því vaxa
fylkingar þessara nagdýra stöðugt,
er dalirnir koma saman og fylking-
unum úr hverjum dal lýstur saman.
Þessi óða leit heldur áfram, þang-
að til hindrun verður á vegi læm-
ingjahersins. Og hindrun þessi er
vatn. Skepnum þessum er illa við
að synda, og því æða þær fram og
aftur á vatnsbakkanum eða í fjöru-
borðinu í leit að einhverri þurri
undankomuleið yfir hindrun þessa.
Árið 1966 var síðasta læmingjaár-
ið, og í miðhluta Noregs stöðvað-
ist þá umferð á þjóðvegi einum í
tæpa klukkustund, er skvaldrandi
risahjörð þessara dýra æddi yfir
brú, sem tengir Dovre og Dombaas.
Að lokum varð að senda snjóplóg
á vettvang til þess að ryðja brúna.
En stundum finna læmingjarnir
ekki neinar brýr og verða að leggja
til sunds. Þeir eru að vísu sæmi-
lega duglegir að synda, en jafnvel
örlitlar öldur geta velt þeim við. Og
smám saman þreytast þeir allir og
drukkna.
Þegar heill læmingjaher leggur
til sunds í sjónum, þekur her þessi
stundum eina eða tvær fermílur.
Skipstjóri farþegaskips á Þránd-
heimsfirði skýrði frá því fyrir all-
mörgum árum, að hann hafi siglt í
gegnum þétta breiðu af skepnum
þessum í fullan stundarfjórðung.
Fiskimenn skýra oft frá því, að
þeir hafi séð stórhópa læmingja á
sundi. Stundum klifra þeir upp eft-
ir netunum við skipshliðina, fylia
bátana og kasta sér svo til sunds út
yfir hinn borðstokkinn, er sífellt
fleiri læmingjar streyma upp í bát-
inn og þrýsta á þá, sem á undan
eru komnir.
Stundum æða læmingjar þessir
inn í þorp og bæi. Skemmdirnar,
sem dýr þessi geta valdið, komu
vel í ljós, þegar heill her þeirra
ruddist inn í Vadsö, einn af nyrztu
bæjum Noregs. Skepnurnar byrj-
uðu að streyma niður gróðurlitlar
hæðirnar eins og lifandi aurskriða.
Brátt fóru þær að týna lífi í næstu
ám og lækjum, og drapst slíkur
fjöldi þeirra, að vatnsból bæjarins
saurguðust. „É'g man vel eftir
þessu,“ segir Anders Aune, þing-
maður fyrir Vadsö. „Læmingjarnir
streymdu yfir vegi og götur. Það
var alveg sama, hvar ég reyndi að
aka. Ég gat ekki komizt hjá því að
kremja þá undir hjólunum í hundr-
aðatali.“ Innrás þessi stóð yfir í
tvær vikur, en svo hætti hún jafn
snögglega og hún hafði byrjað.
Læmingjaher í leit að lífsrúmi
getur valdið miklum skemmdum,
jafnvel þótt hann komi ekki nálægt
mannabústöðum. Læmingjar verða
að éta sína eigin þyngd á hverjum
sólarhring, og því eyða þeir alger-
lega ökrum og öðru ræktuðu landi
og skilja það eftir algerlega bert.
Þegar allar jurtir eru horfnar, taka
þeir til við ræturnar. Bændurnir
kalla þá „ferfættar sláttuvélar".
Þrátt fyrir þá eyðileggingu, sem
innrásir læmingjanna geta valdið,
hafa menn ekki getað fundið nein
ráð til þess að koma í veg fyrir
þær. Dýrafræðingar geta að vísu
spáð nákvæmlega fyrir um það,
hvenær næsta læmingjaár komi, en
það er samt ómögulegt að ákvarða,
hvar herirnir munu safnast saman