Úrval - 01.10.1970, Side 61

Úrval - 01.10.1970, Side 61
LÆMINGINN ER FURÐUSKEPNA 59 fjörðum, eru dalirnir eina undan- komuleið læmingjanna. Og því vaxa fylkingar þessara nagdýra stöðugt, er dalirnir koma saman og fylking- unum úr hverjum dal lýstur saman. Þessi óða leit heldur áfram, þang- að til hindrun verður á vegi læm- ingjahersins. Og hindrun þessi er vatn. Skepnum þessum er illa við að synda, og því æða þær fram og aftur á vatnsbakkanum eða í fjöru- borðinu í leit að einhverri þurri undankomuleið yfir hindrun þessa. Árið 1966 var síðasta læmingjaár- ið, og í miðhluta Noregs stöðvað- ist þá umferð á þjóðvegi einum í tæpa klukkustund, er skvaldrandi risahjörð þessara dýra æddi yfir brú, sem tengir Dovre og Dombaas. Að lokum varð að senda snjóplóg á vettvang til þess að ryðja brúna. En stundum finna læmingjarnir ekki neinar brýr og verða að leggja til sunds. Þeir eru að vísu sæmi- lega duglegir að synda, en jafnvel örlitlar öldur geta velt þeim við. Og smám saman þreytast þeir allir og drukkna. Þegar heill læmingjaher leggur til sunds í sjónum, þekur her þessi stundum eina eða tvær fermílur. Skipstjóri farþegaskips á Þránd- heimsfirði skýrði frá því fyrir all- mörgum árum, að hann hafi siglt í gegnum þétta breiðu af skepnum þessum í fullan stundarfjórðung. Fiskimenn skýra oft frá því, að þeir hafi séð stórhópa læmingja á sundi. Stundum klifra þeir upp eft- ir netunum við skipshliðina, fylia bátana og kasta sér svo til sunds út yfir hinn borðstokkinn, er sífellt fleiri læmingjar streyma upp í bát- inn og þrýsta á þá, sem á undan eru komnir. Stundum æða læmingjar þessir inn í þorp og bæi. Skemmdirnar, sem dýr þessi geta valdið, komu vel í ljós, þegar heill her þeirra ruddist inn í Vadsö, einn af nyrztu bæjum Noregs. Skepnurnar byrj- uðu að streyma niður gróðurlitlar hæðirnar eins og lifandi aurskriða. Brátt fóru þær að týna lífi í næstu ám og lækjum, og drapst slíkur fjöldi þeirra, að vatnsból bæjarins saurguðust. „É'g man vel eftir þessu,“ segir Anders Aune, þing- maður fyrir Vadsö. „Læmingjarnir streymdu yfir vegi og götur. Það var alveg sama, hvar ég reyndi að aka. Ég gat ekki komizt hjá því að kremja þá undir hjólunum í hundr- aðatali.“ Innrás þessi stóð yfir í tvær vikur, en svo hætti hún jafn snögglega og hún hafði byrjað. Læmingjaher í leit að lífsrúmi getur valdið miklum skemmdum, jafnvel þótt hann komi ekki nálægt mannabústöðum. Læmingjar verða að éta sína eigin þyngd á hverjum sólarhring, og því eyða þeir alger- lega ökrum og öðru ræktuðu landi og skilja það eftir algerlega bert. Þegar allar jurtir eru horfnar, taka þeir til við ræturnar. Bændurnir kalla þá „ferfættar sláttuvélar". Þrátt fyrir þá eyðileggingu, sem innrásir læmingjanna geta valdið, hafa menn ekki getað fundið nein ráð til þess að koma í veg fyrir þær. Dýrafræðingar geta að vísu spáð nákvæmlega fyrir um það, hvenær næsta læmingjaár komi, en það er samt ómögulegt að ákvarða, hvar herirnir munu safnast saman
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.