Úrval - 01.10.1970, Síða 62

Úrval - 01.10.1970, Síða 62
60 ÚRVAL eða í hvaða átt þeir munu svo halda, eftir að þeir hafa myndazt. Öll þessi þróun er eins algerlega til- viljunarkennd og hegðun hvers ein- staks læmingja, þegar flutningarn- ir hefjast. Skepnan þýtur áfram, snýst í ýmsar áttir, stanzar og þefar út í loftið. Svo leggur hún af stað í einhverja enn aðra átt. Því er eins farið með þá og engispretturnar. Eina ráðið til þess að stöðva þessa plágu er að koma í veg fyrir, að þeim fjölgi. En hvað læmingjana snertir, hafa slíkar ráðstafanir ekki reynzt hagkvæmar. En enda þótt manninum hafi ekki gengið vel að finna ráð til þess að draga úr þessari geysilegu offjölg- un læmingjanna, þá gera ýmsar kjötætur Móður Náttúru talsvert í því efni. Mávar bæta læmingjunum til dæmis við sitt venjulega fisk- meti, þegar þeir hafa lagt af stað í hópferðir sínar. Uglur, haukar, ern- ir, merðir, hreysikettir og refir virðast einnig hafa hina beztu lyst á þeim. Stundum virðist fjölgun þessara dýra vera tengd offjölgun læmingjanna. Menn hafa tekið eft- ir því, að snæuglur hafa verpt fleiri eggjum en venjulega á læmingja- árum, líkt og þær búist við auð- veldari fæðuöflun. Og stundum gjóta tófurnar þá einum eða tveim hvolpum í viðbót. En þrátt fyrir kjötætur þessar og fjöldasjálfsmorð læmingjanna í vötnum, ám og hafi lifa samt geysi- stórir hópar þeirra öll þessi ósköp af. En svo gerist hið furðulega. Það er sem fjölgunartímabili þessu ljúki alveg snögglega. Og þá fara þessi litlu dýr fljótt að týna tölunni og deyja nú eins ört og þeim fjölgaði áður. Hvers vegna? Arne Semb- Johansson, prófessor í dýrafræði, og samstarfsmenn hans við Oslóar- háskóla, álíta, að í lok fjölgunar- tímabilsins byrji nýrnahettur dýr- anna að framleiða allt of mikinn vaka. Kirtlar þessir gefa frá sér óhóflegt magn af adrenalíni, sem streymir út um allan líkamann. En það er einmitt þetta efni, sem veld- ur því, að hjartsláttur okkar eykst, þegar óttinn nær tökum á okkur. Að síðustu gefast þessir kirtlar læmingjanna upp vegna óhóflegrar áreynslu, og dýrin deyja. Aðrir vís- indamenn halda því fram, að fyrir hendi sé eiturefni í blóði læmingj- anna, sem valdi engu tjóni fyrr en í lok offjölgunartímabilsins, þegar efni þetta ræðst á miðtaugakerfið og eyðileggur það. Engar skýringar hafa samt fengizt á því enn, hvers vegna eiturefni þetta hagar sér þannig. En hverjar svo sem hinar iíkam- legu orsakir hins skjóta fjöldadauða læmingjanna kunna að vera, eru vísindamenn þó sammála um það, að það, sem kemur allri þessari þróun af stað, sé offjölgunin og of- þrengslin. Það er aðeins við slíkar aðstæður, að efnasamsetningin í líkama þeirra fer öll úr skorðum og læmingjarnir týna tölunni í of- boðslega ríkum mæli, þangað til skepnur þessar verða enn á ný sjaldgæfar og sjaldséðar. Það eru aðeins nokkur ár, síðan vísindamenn fóru að rannsaka hegðun læmingianna. Og líkur eru til þess, að það muni líða nokkur tími, áður en þeim hefur tekizt að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.