Úrval - 01.10.1970, Page 70

Úrval - 01.10.1970, Page 70
68 það nálgast algert brjálæði að leyfa t. d. einum vörubílstjóra, sem æðir á ofsahraða eftir þjóðveginum í vörubíl sínum að næturlagi, að valda sams konar innri truflun með- al þúsunda manna. Jafnvel minni háttar hávaði að næturlagi getur valdið streitu og truflun, eins og heilaritsrannsóknir sýna. Hávaðinn er að vísu oft ekki það mikill, að hann veki fólk, en samt getur hann valdið því, að fólk losi svo svefninn, að það vakni næstum og það verði þannig af hin- um góðu áhrifum djúps svefns. Það ætti að leiða fólki það fyrir sjónir, að hávaði skapar mikla hættu fyrir heilsu manna og heilbrigði. „Fólksmengun" er annað alvar- legt streituvandamál. Það er næst- um öruggt, að ruddaskapur, fjand- samleg afstaða og andþjóðfélagslegt framferði mun vaxa stórlega, eftir því sem íbúatalan eykst og mann- mergðin vex í borgunum. Hvað getur hver einstakur gert til þess að forðast slíka streitu? Séu stræt- isvagnar eða neðanjarðarlestir troð- fullar á annatíma morgunsins, gæti það valdið minni streitu að fara klukkutíma fyrr á fætur og hjóla í vinnu eða aka í hóflega fylltu far- artæki hálfa leið og ganga síðan hinn helming leiðarinnar. Séu veit- ingastofur og matbarir tróðfullir í hádeginu, væri það ráðlegt að borða hálftíma fyrr eða koma með brauðsneið og ávexti að heiman, eins og ég geri. Slíkar smábreyt- ingar á stundatöflu hins virka dags geta gefið mikið í aðra hönd. Spurning: Hvaða aðrar uppá- stungur gætuð þér komið fram með ÚRVAL um það, hvernig forðast megi hættu- lega streitu? Svar: Fólk ætti að fylgjast alveg sérstaklega með hinni upprennandi kynslóð, einkum á kynþroskaárun- um. Táningar hafa við geysimikil vandamál að stríða, bæði líkamleg og andleg. Sú byrði, sem þeir verða að bera, mundi valda því, að full- orðið fólk fengi taugaáfall eða fremdi sjálfsmorð. Þeir hafa geysi- lega þörf fyrir skilning, sem veittur er með samúð. En samt er það svo, að margir foreldrar, sem haldnir eru alltof miklum metnaði, þrá heitt, að börn þeirra leysi af hendi afrek, sem jafnframt geti varpað ljóma á þá sjálfa, afrek, sem þeim tókst aldrei að vinna sjálfum. Og þeir reka börn sín stöðugt áfram og krefjast stöð- ugt meiri afreka af þeim. Streitan, sem þetta framkallar hjá barninu eða unglingnum, getur orðið óbæri- leg. Mér finnst það í rauninni ekk- ert skrýtið, að gramir og vonlausir unglingar leiti í sífellt stærri hóp- um á náðir fíknilyfja til þess að reyna að losna undan ofurþunga þessarar streitu. Á hinn bóginn eru margir foreldrar alltof eftirgefan- legir og reyna alltof mikið til þess að vernda unglingana fyrir hvers konar hnjaski lífsins. Þannig eru þeir aðeins að fresta því, að börn þeirra taki á sig þá streitubyrði, sem þau verða þá að taka á sig síðar á ævinni. Það er augsýnilegt, að lausnin við þessum vanda er auðvitað hinn gullni meðalvegur. Rætt er um það, að áfengi og fíknilyf séu vanabindandi. Sama
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.