Úrval - 01.10.1970, Síða 72
r A
Assúan-
stíflan
veldur
minnkandi
fiskafla
Egypta
v____________J
*
*
*
^ bandslýðveldisins hef-
ur farið síminnkandi
. síðustu árin, að nokkru
leyti vegna Assúan-
stíflunnar, sem myndar Nasser-
vatn.
Þetta kemur fram í skýrslu um
fiskveiðar Egypta, sem birt hefur
verið af Fiskimálaráði Miðjarðar-
hafs — en það er ein af svæðis-
bundnum stofnunum Matvæla- og
landbúnaðarstofnunar Sameinuðu
þjóðanna (FAO).
I skýrslunni, sem tekur yfir 15
ára tímabilið 1952—1967, segir, að
afli sjávar- og vatnafisks hafi auk-
izt úr 52.000 smálestum árið 1952
upp í 125.00 smálestir árið 1962.
Síðan hefur árlegt meðaltal verið
kringum 106.000 smálestir.
Eftir 1964 — árið sem lokið var
við Assuan-stífluna — fór aflinn
við norðurströndina að minnka.
Sardínuaflinn, sem hafði verið að
meðaltali 15.000 smálestir, fór nið-
ur í 4.600 smálestir árið 1965 og 554
smálestir árið 1966. (Samkvæmt
fiskveiðiskýrslum FAO var fiskafli
Egypta mestur árið 1964 eða 135.000
smálestir, en fór niður í 102.000
smálestir árið 1965 og 85.000 smá-
lestir árið 1967).
f skýrslunni er talið, að stíflan
eigi sök á þessum mikla samdrætti.
Með því að draga úr árstíðabundn-
um flóðum Nílar minnkaði stíflan
iafnframt aðstreymi vatns til Mið-
jarðarhafs sem var auðugt að
áburðarefnum eins og tírötum og
fosfötum, en þau voru undirstaða
fiskveiðanna við strendur landsins
— einkanlega sardínuveiðanna.
í skýrslunni er lýst gagnsemi
Assúan-stíflunnar að því er varðar
rafvæðingu og áveitukerfi, en lögð
áherzla á nauðsyn þess að gefa
fyllsta gaum þeim umhverfis- og
náttúrubreytingum sem stíflun Níl-
ar hefur leitt af sér. Meðal slíkra
breytinga má nefna aukið saltmagn
í sjónum við óshólmana, sem hefur
áhrif á lífið í sjónum og aukið upp-
blástur strandsvæðanna.
70
- FN-Nyt -