Úrval - 01.10.1970, Síða 76

Úrval - 01.10.1970, Síða 76
74 3. Láttu hann umfram allt ekki hreyfa sig úr stólnum. Hrausti íþróttamaðurinn, sem þú giftist, eyðir nú mestöllum degi sín- um í stól. Takmark þitt er að letja hann, í hvert sinn er hann vill breyta út af þessum langsetuvenj- um sínum. Hann hvílist hvorki á því að sitja né fær hann þannig nokkra líkamshreyfingu. Og hvíld- in og hreyfingin mundu hvor um sig bæta mörgum árum við líf hans. Líkamleg hreyfing er alveg hræði- lega gagnleg fyrir heilsu eigin- manns þíns. Hæfileg líkamshreyf- ing og þjálfun eykur ekki matar- lyst hans að ráði og hjálpar til þess að halda líkamsþunga hans í skefjum. Slíkt getur einnig lækkað cholesterolmagnið í blóði hans, dregið úr blóðþrýstingnum og jafn- vel aukið blórásina í hjartanu. Slíkt hefur það í för með sér, að enda þótt aðalkransæðin sé stífluð, geta aðrar blóðæðar opnazt betur, svo að hjartað fái samt nægilegt blóð og hann haldi áfram að lifa og þú verðir þannig af þínu verðskuldaða frelsi. Ef hann sýnir þannig nokkra löngun til þess að fara í göngu með krökkunum, skaltu í öllum bænum minna hann á knattspyrnukeppnina í sjónvarpinu. Þú skalt stöðugt hæð- ast að öllum uppástungum um, að maður á hans aldri ætti að reyna að synda, leika tennis, klifra fjöll, læra á skíðum, fara að leika hand- knattleik eða hreyfa nokkra vöðva á einhvern annan hátt. Vilji hann samt endilega leika golf, þá skaltu sýna honum það stórkostlega ör- ÚRVAL læti að gefa honum vélknúinn golf- vallarbíl. 4. Eldu hann á gnægff af mett- aðri dýrafitu. Það er margt, sem virðist sanna, að mataræði, sem í er mikið af mettaðri fitu, (kjötfitu, grænmetis- olíu og smjöri) auki cholesterol- magn blóðsins. En mikið cholester- olmagn getur aukið líkurnar á því, að hann deyi úr kransæðasjúkdóm- um. Aftur á móti getur ómettuð fita dregið úr cholesterolmagni blóðsins, en hana er að finna í rík- um mæli í saffflowerolíu, kornolíu, vissri tegund smjörlíkis og fiski. Þú skalt því flýta fyrir brottför hans með því að ala hann á nógu af mettuðum fituefnum. Veldu handa honum kjöt, sem nóg er af fitu á (það er mjúkt, og honum mun finn- ast það mjög Ijúffengt), og gefðu honum nóg af því. (Það mun auka ást hans til þín). Þú skalt aldrei baka eða glóðar- steikja, þegar þú getur steikt í fitu. Og notaðu þá alltaf smjör eða mett- aða fitu. Gefðu honum nóg af steiktum, frönskum kartöflum eða brúnuðum kartöflujafningi og steiktum eggjum. Það er mikið cholesterolmagn í eggjum. Þau eru holl fyrir þig og börnin. En sé þeirra neytt í ríkum mæli daglega, munu þau stórauka cholesterol- magnið í blóð eiginmannsins. Það er einnig hægt að nota egg í fjöl- marga eftirrétti. 5. Vendu hann á mikið saltaðan mat. Það er ýmislegt, sem bendir til þess, að mikið saltmagn í mat framkalli of háan blóðþrýsting hjá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.