Úrval - 01.10.1970, Page 85
SKIPULÖGÐ LISTAVERKARÁN
83
ingur án slíks leyfis verður þá
bannaður, en það mun aftur koma
í veg fyrir að söfn og aðrar stofn-
anir geti tileinkað sér muni, sem
fluttir hafa verið með ólögmætum
hætti frá öðru landi.
í sáttmálanum er hins vegar ekki
gert ráð fyrir ströngu innflutnings-
eftirliti — m. a. vegna þess að erf-
■ itt mundi reynast að framfylgja
slíku eftirliti. Bandaríkin halda því
t. d. líka fram, að almennt inn-
flutningseftirlit með listafjársjóð-
um mundi hafa í för með sér að
beita yrði bandarískum lögum til
að framfylgja útflutningslögum
annarra landa.
Hvert það ríki, sem staðfestir
sáttmálann, á samt að skuldbinda
sig til að banna innflutning á menn-
ingarverðmætum, sem stolið hefur
verið frá söfnum, og á borgaraleg-
um eða trúarlegum minnismerkj-
um. Skortur á útflutningsleyfi frá
heimalandinu yrði sönnun þess, að
um væri að ræða muni sem aflað
hefði verið með ólögmætum hætti,
og þá getur heimalandið krafizt
þess, að innflutningslandið leggi
hald á þá og skili þeim aftur. Kaup-
endur skulu fá sanngjarnar skaða-
bætur, hafi þeir verið í góðri trú.
SÖFNIN LOKA AUGUNUM
Nú er spurningin sú, hvort sátt-
málinn verði raunhæft og árangurs-
ríkt vopn í baráttunni við rán
menningarverðmæta í tilteknum
löndum. Á það eru ýmsir vantrú-
aðir.
Gúatemala og önnur vanþróuð
lönd skortir að jafnaði fjármagn til
að halda uppi viðhlítandi gæzlu um
menningarfjársjóði sína, og varla
er þess að vænta, að menn sem hafa
haft drjúgar tekjur af verzlun með
stolin og smygluð menningarverð-
mæti leggi þá starfsemi orðalaust á
hilluna.
Ekki bætir það úr skák, að ekki
einasta auðugir einkasafnarar, held-
ur einnig opinber söfn vita, að þau
eru að kaupa „volga“ muni, en láta
ógert að spyrja um uppruna þeirra.
Þessi staðreynd hefur knúið mörg
ríki í Suður- og Mið-Ameríku til
að saka Bandaríkin um „menning-
arlega heimsvaldastefnu“ á seinni
árum.
Safn Pennsylvaníu-háskóla var
og er undantekning í þessu efni,
því það gaf nýlega til kynna, að
framvegis mundi það ekki kaupa
menningarverðmæti, nema ná-
kvæmar upplýsingar um uppruna
þeirra fylgdu.
Viðskiptavinur í kvenfataverzlun segir við afgreiðslustúltouna: „Lík-
amsmál mín eru — lítið — miðlungs — stórt — sko, i þessari röð.“
David M. Kennedy, fjármáiaráðherra Bandaríkjanna, hafði þessa bón
fram að færa við blaðamenn: „Hafið ekki eftir mér það, sem ég segi.
Hafið bara eftir mér það, sem ég rneina."