Úrval - 01.10.1970, Page 86
84
ÚRVAL
Árið 1514 lét páfinn í Róm prenta
verðskrá yfir þau afbrot, sem menn
gátu féngið syndaaflausn fyrir, ef
þeir greiddu vissa upphæð til kirkj-
unnar. Þannig var það fast gjald,
sem hver syndari átti að borga fyrir
brot sitt, ef hann átti að njóta ei-
lífrar sælu og fyrirgefning synda
sinna. Þannig gátu menn fengið fyr-
irgefningu fyrir að hafa drýgt morð,
hórdóm eða framið þjófnað. Taxtinn
var til dæmis á þann veg, að jómfrú,
sem hafði myrt bróður sinn, gat
fengið aflausn fyrir 7 lírur; ef menn
kveiktu í húsi nágrannans, þá fengu
þeir sakir uppgefnar fyrir 6 lírur.
Slíkur var þessi syndataxti allur,
enda samdi páfi hann eingöngu af
fjárskorti, þar sem hann var að
byggja Péturskirkjuna á þessum
tíma. Það voru meðal annars þessar
syndaaflausnir, sem leiddu til þess,
að siðbótarmennirnir risu gegn ka-
þólsku kirkjunni og stofnuðu sína
eigin kirkju með breyttum kenni-
setningum.
Farandsirkus sem var á sýningar-
ferð um Jótland, fékk sér, í forföll-
um annars, eldri bónda, til að gæta
dýranna. Daginn eftir sá stallmeist-
arinn sér til skelfingar, að bóndinn
var kominn inn í ljónabúrið og var
að skrubba ljónin uppúr sápuvatni.
„Ertu ekki hræddur maður!“
hrópaði hann.
„Ég, ónei, — dýrin eru skíthrædd,
en ég þvæ þau nú samt!“
—o—
Arthur nokk-
ur Gebrke,
sem býr í
Bandaríkjun-
um, var svo
hræddur við
að ofkælast,
að hann lagð-
ist í rúmið á
hverju hausti
og reis ekki úr rekkju fyrr en um
vorið. Þetta háttalag hefur hann
viðhaft í hvorki meira né minna en
þrjá áratugi.
— o —
• Sæll er sá maður, sem ekkert
á, því að þá mun hann ei rændur
verða.
• Sæll er sá maður, sem ekkert
gefur, því að hann verður aldrei
fyrir vanþakklæti.
• Sæll er sá maður, sem lítið
hefur að borða, því að hann mun
ekki eta yfir sig.
• Sæll er sá maður, sem gagn-
rýnir allt og alla, því að hann verð-
ur ekki ásakaður um hlutdrægni.