Úrval - 01.10.1970, Side 92
90
ÚRVAL
hafði Krotkov orðið vitni að því, að
hann barði tvo áhorfendur í rot,
vegna þess að þeir formæltu uppá-
haldsliðinu hans. Helzta hugðarefni
Kunavins, sem segja má, að hafi átt
hug hans allan, var starfsemi KGB,
vélabrögð þess og viðfangsefni.
Hann var hollur starfsmaður þessa
leynilögreglu- og njósnatækis, sem
notað er til þess að stjórna Sovét-
ríkjunum.
„Geturðu sagt mér eitthvað um
þennan sendiherra?" spurði Krot-
kov.
„Hann heitir Maurice Dejean“,
svaraði Kunavin. „Við vitum allt um
hann, sem vert er að vita.“
Og KGB vissi í sannleika sagt
margt og mikið um æviferil hans.
KGB hafði verið að viða að sér
leynilegri æviskrá um allt, er snerti
æviferil hans, allt frá fyrstu árun-
um eftir síðari heimsstyrjöldina,
þegar hann var einn af meiri háttar
meðlimum stiórnar Frjálsra Frakka
í London undir forystu Charles de
Gaulies hershöfðingja. KGB-menn
áiitu réttilega, að de Gaulle yrði um
langa hríð einn þeirra, sem mest
áhrif mundu hafa í frönskum stiórn-
málum, og höfðu þeir óskaplegan
áhuga á hverjum þeim, sem unnt
kynni að reynast á einhvern hátt að
fá til þess að reyna að hafa áhrif á
alla mikilvæga stjórnmálamenn.
Hin leynilega skrá KGB um ævi-
feril Dejeans óx smám saman, er
sovézkir njósnarar sendu upplýs-
ingar frá New York, París, Lundún-
um og Tokyo, þar sem Dejan starf-
aði á vegum frönsku utanríkisþjón-
ustunnar. Eftir að hann fluttist til
Moskvu í desember árið 1955, hafði
KGB óskaplega ýtarlegt eftirlit með
honum og Marie-Claire, eiginkonu
hans. Hljóðnemar, sem komið hafði
verið fyrir með leynd í íbúð þeirra
og í sjálfu sendiráðinu, skýrðu KGB
frá samtölum þeirra hjónanna, jafnt
um hina hversdagslegustu hluti sem
einkamál og blíðuorð á ástastundum.
Rússneski bílstjórinn, sem sovézka
utanríkismálaráðuneytið hafði út-
vegað þeim, var þjálfaður njósnari
og uppljóstrari, sem starfaði á veg-
um KGB, og sama var að segja um
herbergisþernu frú Dejeans.
Þrátí fyrir allt þetta ofboðslega
ýtarlega eftirlit gátu KGB-menn
ekki fundið hina minnstu vísbend-
ingu þess í fari Dejeans, að hann
kynni hugsanlega að geta brugðizt
því trausti, sem franska stjórnin bar
til hans. En þeir urðu varir við það,
að þrátt fyrir sín 56 ár hafði sendi-
herrann enn geysilegan áhuga á
kvenfólki, en njósnarar höfðu einn-
ig orðið varir við sama áhuga hjá
honum í fyrri stöðum hans í ýmsum
löndum. Þessi staðreynd gerði það
að verkum að KGB-menn álitú hann
alveg tilvalið fórnardýr, sem unnt
yrði að veiða í gildru með því að
beita tælandi agni.
KGB ætlaði að gera Dejean að
„áhrifavaldi" á sínum vegum, hin-
um hættulegasta allra njósnara.
Slíkur njósnari stelur ekki skjöium
né reynir að afla nýrra liðsmanna
eða fæst við hin venjulegu við-
fangsefni njósnara. Þess í stað not-
ar hann opinbera stöðu sína til þess
að reyna að breyta stefnu og mark-
miðum sinnar eigin ríkisstjórnar til
hagsbóta fyrir Sovétríkin og fer þá