Úrval - 01.10.1970, Qupperneq 92

Úrval - 01.10.1970, Qupperneq 92
90 ÚRVAL hafði Krotkov orðið vitni að því, að hann barði tvo áhorfendur í rot, vegna þess að þeir formæltu uppá- haldsliðinu hans. Helzta hugðarefni Kunavins, sem segja má, að hafi átt hug hans allan, var starfsemi KGB, vélabrögð þess og viðfangsefni. Hann var hollur starfsmaður þessa leynilögreglu- og njósnatækis, sem notað er til þess að stjórna Sovét- ríkjunum. „Geturðu sagt mér eitthvað um þennan sendiherra?" spurði Krot- kov. „Hann heitir Maurice Dejean“, svaraði Kunavin. „Við vitum allt um hann, sem vert er að vita.“ Og KGB vissi í sannleika sagt margt og mikið um æviferil hans. KGB hafði verið að viða að sér leynilegri æviskrá um allt, er snerti æviferil hans, allt frá fyrstu árun- um eftir síðari heimsstyrjöldina, þegar hann var einn af meiri háttar meðlimum stiórnar Frjálsra Frakka í London undir forystu Charles de Gaulies hershöfðingja. KGB-menn áiitu réttilega, að de Gaulle yrði um langa hríð einn þeirra, sem mest áhrif mundu hafa í frönskum stiórn- málum, og höfðu þeir óskaplegan áhuga á hverjum þeim, sem unnt kynni að reynast á einhvern hátt að fá til þess að reyna að hafa áhrif á alla mikilvæga stjórnmálamenn. Hin leynilega skrá KGB um ævi- feril Dejeans óx smám saman, er sovézkir njósnarar sendu upplýs- ingar frá New York, París, Lundún- um og Tokyo, þar sem Dejan starf- aði á vegum frönsku utanríkisþjón- ustunnar. Eftir að hann fluttist til Moskvu í desember árið 1955, hafði KGB óskaplega ýtarlegt eftirlit með honum og Marie-Claire, eiginkonu hans. Hljóðnemar, sem komið hafði verið fyrir með leynd í íbúð þeirra og í sjálfu sendiráðinu, skýrðu KGB frá samtölum þeirra hjónanna, jafnt um hina hversdagslegustu hluti sem einkamál og blíðuorð á ástastundum. Rússneski bílstjórinn, sem sovézka utanríkismálaráðuneytið hafði út- vegað þeim, var þjálfaður njósnari og uppljóstrari, sem starfaði á veg- um KGB, og sama var að segja um herbergisþernu frú Dejeans. Þrátí fyrir allt þetta ofboðslega ýtarlega eftirlit gátu KGB-menn ekki fundið hina minnstu vísbend- ingu þess í fari Dejeans, að hann kynni hugsanlega að geta brugðizt því trausti, sem franska stjórnin bar til hans. En þeir urðu varir við það, að þrátt fyrir sín 56 ár hafði sendi- herrann enn geysilegan áhuga á kvenfólki, en njósnarar höfðu einn- ig orðið varir við sama áhuga hjá honum í fyrri stöðum hans í ýmsum löndum. Þessi staðreynd gerði það að verkum að KGB-menn álitú hann alveg tilvalið fórnardýr, sem unnt yrði að veiða í gildru með því að beita tælandi agni. KGB ætlaði að gera Dejean að „áhrifavaldi" á sínum vegum, hin- um hættulegasta allra njósnara. Slíkur njósnari stelur ekki skjöium né reynir að afla nýrra liðsmanna eða fæst við hin venjulegu við- fangsefni njósnara. Þess í stað not- ar hann opinbera stöðu sína til þess að reyna að breyta stefnu og mark- miðum sinnar eigin ríkisstjórnar til hagsbóta fyrir Sovétríkin og fer þá
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.