Úrval - 01.10.1970, Side 96
94
ÚRVAL
á segulbönd og kvikmyndir alla þá
„svefnherbergisatburði“, sem gerð-
ust í aðliggjandi íbúð.
RÚSSNESKU „SKYTTURNAR“
ÞRJÁR
Kunavin boðaði Krotkov á nýjan
fund, tveim dögum eftir að hann
hafði skýrt honum frá hinni nýju
áætlun. Þar veitti hann honum ýtar-
legri upplýsingar. „Sendiherrann
sjálfur er hið endanlega takmark,“
sagði Kunavin, „en við höfum líka
áhuga á aðstoðarflugmálaráðu-
nautinum við sendiráðið, Louis Gui-
baud ofursta. Þitt viðfangsefni er
frú Dejean. Þú verður að ná tangar-
haldi á henni, þannig að hún verði
okkar. Þú verður að ná réttum tök-
um á henni í rúminu.“ Þetta var hin
venjulega bardagaaðferð KGB. Ef
hægt var að ná tökum á eiginkonun-
um, varð miklu auðveldara að kom-
ast að eiginmönnunum með þeirra
hjálp. Ef tókst að fá bæði eiginmann
og eiginkonu til samstarfs, var hægt
að gera þau að áhrifaríku tæki, sem
nota mátti til landráðastarfsemi af
ýmsu tagi.
Kunavin varaði Krotkov við því,
að vel gæti svo farið, að hann skildi
ekki alltaf ástæðuna fyrir þeim fyr-
irskipunum, sem honum yrðu gefn-
ar. „Þetta er samræmd árás. Aðrir
munu fást við sendiherrann, meðan
þú ert að koma þér í mjúkinn hjá
frú Dejean. En allir þættirnir munu
falla saman, þegar rétti tíminn kem-
ur. Þú skalt bara sjá til. Við höfum
nefnilega dálítið alveg sérstakt í
hyggju.“
Kunavin lagði hvað eftir annað
áherzlu á nauðsyn þess að rasa ekki
um ráð fram, að fara hægt að öllu
og sýna jafnan fyllstu varkárni.
Hann sagði, að það væri geysilega
þýðingarmikið, að öll tengsl, sem
KGB-menn mynduðu við Frakkana,
virtust alveg eðlileg, en ekki skipu-
lögð fyrir fram. „Eitt atriði er okkur
í hag,“ sagði hann máli sínu til skýr-
ingar. „Dejean er í raun og veru að
reyna að leysa starf sitt sem sendi-
herra mjög vel af hendi. Hann vill
komast í tengsl við almenning, og
eiginkona hans er að reyna að hjálpa
honum í því efni. Hann vill af heil-
um hug vingast við sovézka borg-
ara.“ Kunavin skellti upp úr. „Jæja,
við skulum sýna honum það ósvikið,
hversu vingjarnlegar stúlkurnar
okkar geta orðið.“
Kunavin ræddi ýtarlega um ævi-
feril sendiherrans og eiginkonu hans
og persónuleika þeirra og daglegt
líf.'Oft vitnaði hann til samtala, sem
hleruð höfðu verið með aðstoð so-
vézkra leynihljóðnema. „Hún er
enginn bjáni,“ sagði Kunavin í að-
vörunarrómi. „Hún fylgist stöðugt
með sendiherranum og reynir að
vernda hann. Það er ein önnur
ástæða þess, að við verðum að ná
tangarhaldi á henni.“
Nokkrum dögum síðar kynnti
Kunavin Krotkov fyrir samvinnu-
njósnara einum á vegum KGB, sem
valinn hafði verið til þess að tæla
Ginette Guibaud, eiginkonu franska
aðstoðarmálafulltrúans, til fylgilags
við sig. Hann hét Misha Orlov, leik-
ari og söngvari, sem var í geysilegu
uppáhaldi hjá táningum í Moskvu.
Hann var geysistórvaxinn og líktist
helzt sígauna. Var hann oft notaður
til þess að tæla erlendar konur. Á