Úrval - 01.10.1970, Qupperneq 100
98
Gribanov leit út eins og ósköp
venjulegur sovézkur skrifstofuem-
bættismaður. Hann var þrekvaxinn
og sköllóttur og gekk með gleraugu
og í ópressuðum buxum. Kn í raun-
inni var hann áræðinn og frumleg-
ur skipuleggjandi og á meðal sjö
eða átta mikilvægustu manna innan
KGB. Þeir Gribanov og Kunavin
höfðu verið sæmdir heiðursmerki
fyrir „mikilvæga þjónustu við sós-
íalismann“ vegna starfa sinni við
framkvæmd fjöldahandtaka í upp-
reisninni í Ungverjalandi. Vegna
snilli sinnar og kænsku og síns of-
boðslega sterka persónuleika hafði
Gribanov verið gefið viðurnefnið
„Litli Napóleon".
Gribanov tók sér nafnið Oleg
Mikhailovich Gorbunov og lézt vera
„þýðingarmikill embættismaður í
Ráðherraráðinu" til þess að slá ryki
í augu Dejeanhjónanna og ná kunn-
ingsskap við þau. Hann fékk sér
líka „bráðabirgðaeiginkonu". Eigin-
konan var major einn innan KGB,
Vera Ivanova Andreyeva að nafni.
Svo samdi hann flókna áætlun um
það, hvernig fundum hans og Deje-
anhjónanna skyldi bera saman á
þann hátt, að kunningsskapur þeirra
virtist þróast eins og af sjálfu sér á
eðlilegan hátt. Tveir meiri háttar
„samvinnunjósnarar“ KGB voru
valdir til þess að koma kunnings-
skap þessum í kring. Var þar um að
ræða rithöfundinn Sergei Mikhal-
kov og annan höfund sovézka þjóð-
söngsins (Mikhalkov varð formaður
rithöfundasambands rússneska lýð-
veldisins í marz síðastliðnum) og
eiginkona hans, Nataliu Konchal-
ovskaya, sem er vinsæll barnabóka-
ÚRVAL
höfundur. í opinberri móttökuveizlu
utanríkisþjónustunnar kynntu þau
Veru sem „Frú Gorbunova, þýðanda
í Menningarmálaráðuneytinu og eig-
inkonu háttsetts embættismanns í
Ráðherraráði nu. “
Vera, sem er feitlagin og frúarleg,
talaði góða frönsku, þar sem hún
hafði unnið fyrir KGB í París. Og
hún kom sér fljótt í mjúkinn hjá
Dejeanhjónunum er hún minntist
veru sinnar í Frakklandi mörgum
fögrum orðum. Vera talaði líka mik-
ið um „eiginmann" sinn og lýsti
honum sem allt of önnum köfnum
trúnaðarmanni sovézku stjórnend-
anna, eimnitt þess háttar manni, sem
sendiherrann mundi að öllum lík-
indum langa til að kynnast. Því var
það Dejeanhjónunum mikil ánægja
að taka kvöldverðarboði Gorbunov-
hjónanna.
KGB lagði löghald á rúmgóða íbúð
í Moskvu, sem verða skyldi heimili
Gorbunovhjónanna, og bjó hana
dýrlegum húsgögnum og öðrum
húsbúnaði. En það var samt enn
þýðingarmeira, að Ivan Serov, þá-
verandi æðsti yfirmaður KGB, lán-
aði Gribanov—Gorbunov sumarhús
sitt, sem er 14 mílum fsrrir utan
borgina. Það er stórt og gamalt
rússneskt sveitasetur, sem byggt er
úr trjábolum og ríkulega skreytt.
Þar voru nú haldin mörg skemmti-
leg boð, þar sem „Gorbunovhjónin"
kynntu Dejean fyrir vingjarnlegum
hópi rithöfunda, málara, leikara,
leikkvenna og „embættismanna“ og
gerðu sitt til þess, að þau yrðu hluti
af hópnum. Allt þetta fólk var næst-
um undantekningarlaust „svölur"
eða njósnarar KGB. Öðru hverju