Úrval - 01.10.1970, Page 103

Úrval - 01.10.1970, Page 103
KGB — SVÖLUHREIÐRIÐ 101 Krotkov gat ekki greint, hver af stúlkunum virtist líklegust til þess að geta tælt sendiherrann. „Lydia er bezta vopnið okkar,“ sagði Kunavin, eftir að hann hafði lesið skýrslu hans um kvöldverðarboðið. „Við verðum að finna eitthvert ráð til þess að láta þau hittast tvö ein.“ Skömmu síðar bauð Vera frú De- jean að koma með sér í ferðalag. Krotkov hringdi svo í sendiherrann. „Það er málari hérna frá Georgiu, Lado Gudiashvili að nafni, sem er gamall vinur fjölskyldu minnar. Hann ætlar að halda sýningu hérna í Moskvu,“ sagði hann. „Hann stundaði myndlistarnám í París, og hann hefur elskað Frakkland allt sitt líf. Nú er hann orðinn gamall maður, og það væri honum mjög mikils virði, ef þér hefðuð tækifæri til þess að líta inn á sýninguna hans á sunnudaginn." „Sjálfsagt," svaraði Dejean. „Mér finnst það skylda mín að sækja hana.“ Sendiherrann kom til sýningar- skálans í sendiráðsbílnum, sem ekið var af KGB-bílstjóranum. Dejean gekk til Krotkovs, en við hlið hans stóð Lydia. Og Dejean þáði tafar- laust boð hennar um að gerast túlk- ur hans. Dejean var óspar á hrós sitt við hinn virta málara, sem hafði lengi verið í opinberri ónáð, vegna þess að hinn fremur rómantíska stíl hans skorti „sósíalskt raunsæi11. Þegar Dejean bjóst til þess að halda burt, sagði Lydia við hann: „Herra sendiherra, væri það til of mikils mælzt að biðja yður að lofa mér að sitja í hjá yður heim til mín?“ „Það væri mér heiður,11 svaraði hann. Þegar þau komu að húsinu, sem hún bjó í, spurði hún: „Langar yð- ur kannski til þess að koma upp og fá kaffibolla og sjá, hvernig venju- leg sovézk kona býr?“ Næstum tvær stundir voru liðnar, þegar Dejean kom aftur út úr hús- inu, og skrifaði bílstjórinn það í minnisbók sína. En Kunavin hafði þegar fengið fréttirnar beint frá Lydiu sjálfri, þegar bílstjórinn hafði samband við hann. „Já, ég veit það. Þau hafa lát- ið til skarar skríða!“ sagði hann sigri hrósandi röddu. KGB-menn höfðu alls ekki hugs- að sér að beita Dejean siðferðilegri „fjárkúgun11 vegna eins síðdegis með Lydiu. Fyrst um sinn reyndu þeir bara að treysta tengsl þeirra Lydiu og skapa þannig aðstæður, að De- jean freistaðist til þess að álíta, að hann mundi ekki lenda í neinum vandræðum, þótt hann kæmist yfir þessa fögru konu. Þeir vildu, að honum tækist að telja sér trú um, að hann gæti ekkert síður átt ástar- ævintýri í Moskvu án nokkurrar hættu heldur en í París, Lundúnum eða Washington. „Gerðu tengsl ykkar smám sam- an nánari,11 sagði Kunavin við Ly- diu, „en þú skalt samt ekki vera honum of auðunnin fyrst um sinn.“ Lydia fór óaðfinnanlega eftir öllum þessum fyrirmælum. f veizlum í sendiráðinu, sem Krotkov og „vina- hópi11 hans var nú boðið í í æ ríkara mæli, hélt hún áfram að vera vin- gjarnleg við sendiherrann, en sýndi honum samt fulla virðingu og gerði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.