Úrval - 01.10.1970, Blaðsíða 108

Úrval - 01.10.1970, Blaðsíða 108
106 að héðan í frá notum við bara virki- legar dömur!“ Lora stóð nú þarna á nærfötunum einum. Og í hvert skipti sem hún steig upp úr tjörninni, límdust blautar flíkurnar við líkama hennar. Hún virtist vera kviknakin. „Við verðum að koma sendiherranum héðan, áður en hann fær hjartaslag“, hvíslaði Alla að Krotkov. Bálið, sem Lora kynti í blóði sendiherrans, bætti ríflega fyrir tímatöfina vegna sundsprettsins. Dejean tók að faðma hana að sér, strax og þau voru komin inn í svöluhreiðrið í húsinu númer 2 við Ananyevskigötu. „Maurice, það er svolítið, sem ég gleymdi að segja þér frá“, sagði Lora. „Ég hef fengið símskeyti frá manninum mínum. Hann kemur heim á morgun ...“ Gribanov hlustaði æstur eftir öll- um þeim hljóðum, sem bárust frá íbúð Loru. Hann beið óþolinmóður eftir því, að Lora nefndi lykilorðið, sem vera skyldi vísbending um, að nú ættu þeir Misha og Kunavin að ryðjast inn í íbúðina. „Hvers vegna segir hún ekki lykilorðið?" tautaði hann aftur og aftur. Að lokum sagði Lora lykilorðið: ,,Kiev.“ Misha þaut tafarlaust að hurðinni á íbúðinni og opnaði hana með lykli. Kunavin var á hælum honum. „Þetta er maðurinn minn!“' æpti Lora. „Ég get bara ekki trúað þessu“! öskraði Misha „Ég hef flogið í allan dag bara til þess eins að komast til þín nokkrum tímum fyrr. Og hvað sé ég svo, þegar ég kem?“ „Misha, ó, Misha! Láttu ekki ÚRVAL svona,“ bað Lora. „Hann er sendi- herra." „Mér er fjandans sama, hver eða hvad hann er“, öskraði Misha. „Ég ætla að kenna honum ærlega lexíu!“ Nú réðust þeir Misha og Kunavin báðir á Dejean og lömdu hann óþyrmilega og alveg miskunnarlaust. Kunavin fyrirleit hvort eða var allt franskt og gekk því til verks með mikilli ánægju. Lora var einnig bar- in og hrakin fram og aftur. Meðan á barsmíðinni stóð, hélt Lora áfram leik sínum. Hún lék al- veg stórkostlega. Hún grét og æpti. „Hættið þið! Þið drepið hann! Hann er sendiherra Frakklands!" Loks greip Kunavin í Misha, líkt og hann vildi halda aftur af hon- um. Var það gert samkvæmt áætlun. „Heyrðu," sagði hann, „ef hann er raunverulega sendiherra, væri lík- lega bezt, að við hættum.“ „Jæja þá, jæja þá,“ sagði Misha og þóttist enn vera bálreiður. „En þetta verða nú samt ekki endalok málsins. Ég ætla til yfirvaldanna. Ég er bara venjulegur sovézkur borgari, en við höfum lög í þessu landi. Ef þú ert sendiherra, skal ég sjá svo um, að þú verðir rekinn úr landi. Allur heimurinn skal fá að vita, hvers konar ógeðslegt svín þú ert.“ Meðan Misha hélt áfram hótunum sínum, klæddi Dejean sig af eins miklum virðuleik og hægt var við þessar aðstæður og fór að svo búnu. Hann klöngraðist upp í bílinn og hné næstum niður í aftursætið. Hann sagði við bílstjórann: „Sendi- ráðið.“ Bílstjórinn, sem fylgdist með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.