Úrval - 01.10.1970, Side 110
108
ÚRVAL
daga eins og köttur að mús. Hann
sagði, að beiðnir hefðu verið lagðar
fram um, að málið yrði þaggað nið-
ur, en eiginmaðurinn væri þver og
ósanngjarn. Hann sagði, að það gæti
brugðið til beggja vona, hvernig
málinu lyktaði. Einn daginn sleppti
hann svo sendiherranum af öngiin-
um. „Þetta kostaði mjög mikla fyr-
irhöfn, en ég held, að okkur hafi
tekizt að fá manninn til þess að
þegja til þess að skaða ekki sam-
skipti Sovétríkjanna og Frakk-
lands,“ sagði hann. „Þetta verður
því í lagi, svo framarlega sem hann
skiptir ekki um skoðun.“
Á ÞRÖSKULDI LANDRÁÐANNA
KGB vottaði Krotkov viðurkenn-
ingu sína fyrir vel unnin störf við
óvenjulegan og stórglæsilegan
einkahádegisverð, sem haldinn var
honum til heiðurs á Aragviveitinga-
húsinu. Kunavin, sem bar sjálfur
orðu Rauðu stjörnunnar, og Mel-
kumyan bauð hann velkominn. Og
svo fóru þeir félagarnir þrír að rifja
upp atburðina í Dejeanáætluninni,
líkt og rosknir hershöfðingjar, sem
eru að rekja gang mikillar og sigur-
sællar orrustu. Að hádegisverðinum
loknum stóð Melkumyan á fætur og
flutti eftirfarandi ávarp: „Fram-
kvæmd áætlunarinnar var eitt
snjallasta afrek, sem öryggismála-
stofnanirnar hafa nokkru sinni leyst
af hendi. Það er vafasamt, að okkur
hefði tekizt að ná takmarkinu án
þíns mikilvæga framlags, Yury
Vasilyevich.“
Melkumyan þagnaði og dró gull-
úr upp úr vasa sínum. Það var einn-
ig með gullarmbandi. (KGB hafði
gert það upptækt hjá útlendingi ein-
um). „Mér er það ánægja að færa
þér þessa gjöf fyrir hönd Ríkisör-
yggisnefndar Ráðherraráðs Sam-
bands sovézkra sósíalskra lýðvelda,“
sagði hann við Krotkov. „Þú skalt
skoða það sem tákn um þakkjæti
okkar fyrir starf þitt í þágu ætt-
jarðarinnar. Okkur þykir bara leitt,
að við getum ekki látið grafa á það
ástæðuna fyrir þessum virðingar-
votti.“
Er hér var komið máli, gerðu allir
helztu þátttakendurnir sér grein
fyrir mikilvægi sóknaráætlunar
KGB gegn sendiherranum. Leynd-
armálið, sem þeir Dejean og Griban-
ov áttu sín á milli, myndaði alveg
sérstök persónuleg tengsl þeirra í
milli. Sendiherrann var hershöfð-
ingjanum innilega þakklátur, og
honum fannst sem hann stæði í mik-
illi þakkarskuld við hann. KGB-
menn gátu nú bara beðið, þangað
til Dejean fengi þá háu stöðu, sem
þeir álitu, að hann hlyti brátt að fá
í París. Fyrr ætluðu þeir ekki að
fara fram á neina greiðslu þessarar
leyndu skuldar. En þeir ætluðu ekki
heldur að flana að neinu, þegar þar
að kæmi, heldur fara hægt í sakirn-
ar í fyrstu. Gribanov átti þá að fara
kurteislega fram á það við Dejean,
að hann gerði sér smágreiða fyrir
fyrri greiða, sem honum hafði verið
gerður, Og Dejean stæði svo ber-
skjaldaðri gegn frekari kröfum, eft-
ir að hann hefði einu sinni unnið
fyrir hagsmuni erlends ríkis, þ.e.
með því að gera þennan smágreiða.
Þannig mundi einn greiðinn leiða
til annars, áður en hann vissi af, og
svo til annars, þangað til Dejean