Úrval - 01.10.1970, Page 112
ÚRVAL
iló
Hún tók sér leigubíl til skrifstofu
hans, sem var nálægt sendiráðinu.
Og þar fann hún eiginmann sinn
liggjandi í blóði sínu á gólfinu rétt
við skrifborðið með skammbyssu
sér við hlið. Sent var eftir Dejean,
og lá hún enn á hnjánum hjá líkinu,
þegar hann kom á vettvang. Hún
snökti og strauk kinn mannsins síns
í sífellu.
í nokkrar mínútur ollu fréttirnar
um dauða hans algerri skelfingu
innan 2. aðaldeildar KGB. KGB-
menn óttuðust það mjög, að Gui-
baud hefði skýrt frá þvingununum,
sem hann hafði verið beittur, eða að
hann hefði skilið eftir skriflega frá-
sögn, áður en hann dó. En þeim
varð rórra, þegar njósnarar höfðu
komizt að því, að svo var ekki. Þeir
dreifðu með leynd slúðursögum víðs
vegar meðal erlendra sendiráðs-
starfsmanna þess efnis, að Guibaud
ofursti hefði verið veikur maður,
sem hefði skotið sig vegna sjúklegs
þunglyndis.
Ginette yfirgaf Moskvu í síðasta
sinni, er hún fylgdi líki mannsins
síns, þegar það var flutt heim til
Parísar. Hún var svartklædd eins
og hæfði tilefninu, er hún hélt burt
með lík mannsins, sem hafði heldur
kosið að láta lífið en að láta yndan
þvingunum KGB. Og að því loknu
tóku KGB-menn upp þráðinn að
nýju og héldu áfram umsátri sínu
um sendiráðið.
ÞAGNARLOFORÐ
Eftir sjálfsmorð Guibauds urðu
KGB-menn næstum algerlega ör-
uggir um, að þeim mundi um síðir
takast að hremma Dejean. Þau Vera,
Melkumyan og jafnvel Gribanov
töluðu án allrar leyndar um hann
sem „vininn okkar“. Vera talaði
hreykin um þann mikla ávinning,
sem KGB mundi hafa af þessari
fjárfestingu, eftir að Dejean hefði
tekið við hárri stöðu í París. En
samsærið, sem skipulagt hafði verið
af slíkri snilld og unnið hafði verið
að af svo mikilli atorku árum sam-
an, var reyndar alveg dauðadæmt.
Ástæðan var sú, að Yuri Vasilyevich
Krotkov hafði ákveðið að skýra
Vesturveldunum frá því.
Dauði Guidbauds ofursta var ekki
sjálfsmorð í augum Krotkovs heldur
morð. Það neyddi hann til þess að
taka ákvörðun, sem hann hafði
mánuðum saman verið að hugsa um
að taka, en samt ekki getað tekið.
Hann langaði til þess að segja skilið
við þetta líf vesælla skrifa, stöðugra
svika og andlegrar eymdar. Hann
byrjaði af mikilli leynd að skrá sögu
lífs síns sem njósnara KGB og taka
myndir af skýrslum þessum á ör-
filmur. Þ. 2. september árið 1963
kom hann til Lundúna ásamt hópi
sovézkra rithöfunda og annarra
listamanna. Ellefu dögum síðar
strauk hann frá hópnum.
Bretar skýrðu Frökkum og
Bandaríkjamönnum mjög fljótlega
frá þessum furðulegu uppljóstrun-
um hans, vegna þess að þær gáfu til-
efni til alvarlegra vangavelta, er
snertu allar þessar þrjár þjóðir. Var
Krotkov að segja satt? Ef svo væri,
hafði KGB ef til vill þegar tekizt að
fá Dejean til einhvers konar sam-
starfs? Eða var Krotkov í rauninni
enn KGB-njósnari, sem sendur
hafði verið á vettvang til þess að