Úrval - 01.10.1970, Qupperneq 122
120
ÚRVAL
hefur alltaf sínar efasemdir og
kennisetningar við að stríða, og fyr-
ir ber, stöku sinnum, að þær borga
sig.
Áin var miklu fallegri en ég bjóst
við. Hún er væð hér um bil hvar-
vetna milli hyljanna, en sjálfir eru
þeir nógu stórir til þess að útheimta
löng og góð köst og mikla leit. Dal-
urinn er næstum trjálaus — aðeins
dvergvaxnar bjarkir sem girtar hafa
verið af frá sauðfénu, hér og þar
litlir dapurlegir reitir með furu,
undir tíu fetum á hæð, og fáein
gróskumikil reyniviðartré í kirkju-
garðinum — en allt var fagurgrænt
með lágvöxnu, safaríku grasi, stör
og mosa; innan um grængresið og
jafnvel á melbörðunum var gnótt
af villtum blómum, litlum heim-
skautaplöntum sem gerðu sitt bezta
úr stuttu sumri norðursins. Beggja
vegna árinnar eru myndarleg hvít-
máluð bændabýli með rauðum þök-
um — elzta býlið í dalnum var
okkur sagt að hefði staðið þar í
meira en þúsund ár. Fyrsta mis-
klíð dalsins. sem endaði í morði
eins og sögur herma, stóð um lax-
veiðirétt.
Ofan við Siiungasvæðið er dalur-
inn ennþá fiatur, breiður og grænn,
en áin er straumharðari með hylj-
um og strengjum á malarbotni, sem
tekur augljósum breytingum í vetr-
arleysingunum. Skammt neðan við
Grímstungubrúna er Ármótahylur-
inn, þar sem smá-áin Álka rennur
inn úr vestri. Ármótahylurinn er
talinn einn af beztu veiðistöðunum
við ána, oe í honum veiddust tveir
eða þrír fiskar vikuna áður en við
lcomum,
Þetta er ágætur, venjulegur og
óbrotinn hylur með stríðan streng
fyrir ofan, ágætt dýpi, og fallega
breiðu neðst. Það var fyrsti hylur-
inn, sem við veiddum í og einhver
var alltaf að veiða í honum alla
dagana, sem við vorum við ána, en
hann gaf ekki fleiri fiska fyrr en
síðasta daginn.
Ofan við Grimstungubrúna þreng-
ist dalurinn og hlíðarnar kreppa
stöðugt að ánni, unz hún rennur
loks um aflíðandi gil, og þó enn
milli grænna, brattra bakka, sem
síga upp að ldettunum. Efst í gil-
inu er fallegur foss, um fjögurra
metra hár, og undir honum hvít-
fyssandi straumiða, milli hárra
klettaveggja. sem breiðir úr sér í
djúpum hyl og mikla breiðu með
góðum, grunnum streng við vestur-
bakkann. É'g sá einu sinni lax
stökkva í þessum fossi, en það var
veikburða tilraun og hann komst
ekki hálfa leiðina upp. Það er hugs-
anlegt, að laxar stökkvi þennan
foss, þegar vöxtur er í ánni og kom-
ist þá einn kílómetra enn inn stríða
og grýtta ána upp að ennþá hærri
fossi, þar sem þeir stanza.
Þessi veiðistaður heitir Stekkjar-
foss eða Dalfoss, og þar eru alltaf
fiskar, sumir þeirra halda sig neðar-
lega á breiðunni, rétt ofan við
strenginn. í fyrsta sinn, sem ég sá
þennan hyl var Jesse Oppenheimer
frá Texas að fiska í honum og var
búinn að vera þar í meira en
klukkustund. Ég sá bann fyrst úr
fíarska. en iafnvel þaðan var aug-
lióst, að fiskuv var á breiðunni neð-
an við hylinn og Jesse var að því
kominn að örvænta. Fluguöskjurn-