Úrval - 01.10.1970, Qupperneq 124
122
endur, sólskríkjur, stelkar, sandlóur
og hópar af heiðlóum.
Ég get með sanni sagt, að ég
þyrfti ekki meira til að gleðjast við.
En þetta var seinvirk aðferð til að
læra á fiskinn. Þegar fátt er um
fisk gerir maður óteljandi tilraun-
ir með mjög litlum árangri. Það var
í Hnausakvíslinni og Kvörninni,
sem lærdómurinn beið okkar, þeg-
ar komið var að okkur að veiða
þar. Fiskurinr gekk úr sjónum í
Hnausakvísl á hverjum degi. Maður
sá þá strika upp langt og grunnt
brotið frá kvíslinni og upp í Hóla-
kvörn og líka úr kvörninni og upp
í Flóðið. Það virðist ótrúlegt, að
þeir héldu ekki áfram upp úr Flóð-
inu að ofan, um Silungasvæðið og
í hyljina á efri svæðunum. En þeir
gerðu það ekki.
Hnausakvísl er mjög stór hylur,
og þó raunar tveir hyljir. Áin renn-
ur í hylinn á grunnu broti við bugðu
á ánni. Helmingur árvatnsins renn-
ur á eyri við vesturlandið, á grunnu,
en hinn helmingurinn rennur með
háum og bröttum austurbakkanum,
en svo sameinast strengirnir stein-
snar frá efri bluta hylsins. Straum-
urinn er bæði stríður og breiður
meðfram háa bakkanum eina
hundrað metra niður eftir og er
alls staðar gott að fiska í honum.
Við vesturbakkann er stór lygna,
víðast hvar væð. Neðri hluti hyls-
ins byrjar, þar sem strengurinn
klofnar aftur upp að vesturlandinu,
og ég veit ekki hversu langt hann
nær niður eftir; það risu fiskar við
flugu hjá mér eins langt niður að
hylnum og ég fór, en vera má, að
ÚRVAL
þeir hafi verið í göngu og ekki
legið þar.
Það var nístingskuldi fyrsta dag-
inn, sem ég fiskaði í Hnausakvísl
og Hólakvörn — eini virkilega kaldi
dagurinn í veiðiferðinni, með 40 til
50 kílómetra vindhraða og stóð
beint af hafísnum. Ég notaði milli-
línu, ósmurða og þar af leiðandi
sökklínu, og fremur stórar flugur.
Ég missti þá fÉ'áu fiska, sem ég
setti í, og var jafn nær um það við
lokin hversu fiska ætti í þessum
hyl.
Þremur dögum síðar fiskaði ég
þarna aftur í klukkustund eða svo,
á fögrum morgni. í þetta sinn fisk-
aði ég með flotlínu og flugu númer
sex, og hafði nokkurn veginn sætt
mig við þá hugmynd, að eina teg-
undin, sem ég þarfnaðist væri Blue
Charm, Thunder and Lightning,
Black Doctor, Lady Caroline — og
hvaða dökk fluga önnur sem vera
skyldi, myndi gera sama gagn; það
sem skipti máli var stærðdn og
hvernig flugunni var kastað. Eg
kastaði langt og fjörutíu og fimm
gráður undan straumi, lét fluguna
berast með straumnum, án þess að
draga hana, en dró hana síðan hratt
að mér þegar hún kom í lygnuna.
Ég setti í fisk nærri samstundis og
missti hann í háfnum tíu mínútum
síðar. Ég fór aftur upp í kverkina
á hylnum, setti nærri strax í ann-
an fisk og náði honum.
Það mátti heita formleg athöfn
að landa fiski í Hnausakvísl. Mað-
ur lét stóran og Égóðan háf, um
það bil hálfa leið niður með hyln-
um, fast niðri við vatnsborðið á
lygnunni. Þegar fest var í fisk við