Úrval - 01.10.1970, Page 126
124
ÚRVAL
því að skipta yfir á númer 8 og
náði næstu þremur fiskum, sem
risu við flugunni.
Þegar hér var komið hafði ég
fundið áhöldin sem mér þóttu hent-
ugust til veiðanna: 9 feta langa, 150
gramma Winston trefjaglerstöng án
málmhólka. framþunga Air-cell
Supreme línu, Hardy St. Aidan
hjól, 9/5 punda taum og Blue
Charm eða Silver Blue númer 8.
Þetta er náttúrlega flotlínubúnaður.
En fiskurinn virtist vilja hraða
flugu. Eg kastaði yfir að bakkan-
um, lét fljóta undan straumnum og
dró svo fluguna yfir strenginn með
átján eða tuttugu smárykkjum, dró
inn svo sem þrjá eða fjóra þuml-
una í hverjum rykk. Ef fiskurinn
var við á annað borð, þá tók hann
fluguna á þessum drætti. Strax og
flugan kom í lygnuna fyrir neðan
mig dró ég inn mínar sjö eða átta
hankir af lausri línu og kastaði aft-
ur. Ef fiskur hvarflaði frá töku-
staðnum og elti, þá tók hann oft
þegar og dró línuna hratt inn.
Þessi aðferð við veiðina þýddi
það, að flugan var ávallt því sem
næst vatnsskorpunni — stundum
fannst mér hún vera full ofarlega,
því að ég sá strauminn af henni,
og í Kvörninni, sem er mjög straum-
lygn, skipti ég um taum til þess að
forðast þetta.
Síðasta skiptið, sem ég fiskaði í
Hnausakvíslinni, var á unaðslegum
íslenzkum morgni, með hægri golu
og skýjahulu. Það hafði rignt og
hækkað í ánni um tvo til þrjá
þumlunga um nóttina. Majórinn
skilaði mér af sér á veiðistað á leið
sinni upp í Kvörnina. „Þetta ætlar
að verða góður dagur,“ sagði hann.
„Leggðu ekki hart að þér. Setztu
niður og hvíldu þig dálitla stund á
eftir hverjum fiski, sem þú færð.“
í£g ákvað að fara nákvæmlega að
ráðum hans.
Þetta var í fyrsta sinn, sem ég
hafði kvíslina alveg út af fyrir mig,
og ég gekk skipulega að öllu: lagði
háfinn frá mér við lygnuna, athug-
aði veiðarfærin gaumgæfilega, gekk
hægum skrefum upp að kverkinni
á hylnum, ávarpaði uppstökkar og
reiðar kríurnar og reyndi að full-
vissa þær um, að ég hefði ekki neitt
illt í hyggju gagnvart þeirra dún-
mjúku afkomendum. Svo þegar ég
var kominn upp að kverkinni fékk
ég mér sæti á steini og horfði á hyl-
inn þar til ég sá eina tvo eða þrjá
laxa bylta sér í straumnum, þá óð
ég út á eyrina og kastaði í makind-
um þangað til ég náði yfir undir
bakkann. É"g setti nærri strax í fisk,
og landaði honum vandræðalaust —
fallegum 14 punda hæng. Ég dásam-
aði hann, ljósmyndaði og leit á
klukkuna. Hún var 9:50
Ég gekk í hægðum mínum til
baka að hylnum, fann mér þægi-
legan stein og settist með bakið upp
að honum. Svo horfði ég á fjöllin í
tuttugu mínútur, og á kríurnar, sem
voru að hrekja burtu hrafna, horfði
á rólegt flug sjö svana, sem stefndu
norður yfir engjarnar í halarófu,
en í þá áttina hafði ég ekki séð þá
fljúga fyrr. Svo óð ég aftur út í og
landaði öðrum fiski, áður en fimmt-
án mínútur voru liðnar.
Klukkan 12:30 var ég enn við efri
hluta kvíslarinnar og kominn með
fimm fiska á bakkann, allt á milli