Úrval - 01.10.1970, Page 126

Úrval - 01.10.1970, Page 126
124 ÚRVAL því að skipta yfir á númer 8 og náði næstu þremur fiskum, sem risu við flugunni. Þegar hér var komið hafði ég fundið áhöldin sem mér þóttu hent- ugust til veiðanna: 9 feta langa, 150 gramma Winston trefjaglerstöng án málmhólka. framþunga Air-cell Supreme línu, Hardy St. Aidan hjól, 9/5 punda taum og Blue Charm eða Silver Blue númer 8. Þetta er náttúrlega flotlínubúnaður. En fiskurinn virtist vilja hraða flugu. Eg kastaði yfir að bakkan- um, lét fljóta undan straumnum og dró svo fluguna yfir strenginn með átján eða tuttugu smárykkjum, dró inn svo sem þrjá eða fjóra þuml- una í hverjum rykk. Ef fiskurinn var við á annað borð, þá tók hann fluguna á þessum drætti. Strax og flugan kom í lygnuna fyrir neðan mig dró ég inn mínar sjö eða átta hankir af lausri línu og kastaði aft- ur. Ef fiskur hvarflaði frá töku- staðnum og elti, þá tók hann oft þegar og dró línuna hratt inn. Þessi aðferð við veiðina þýddi það, að flugan var ávallt því sem næst vatnsskorpunni — stundum fannst mér hún vera full ofarlega, því að ég sá strauminn af henni, og í Kvörninni, sem er mjög straum- lygn, skipti ég um taum til þess að forðast þetta. Síðasta skiptið, sem ég fiskaði í Hnausakvíslinni, var á unaðslegum íslenzkum morgni, með hægri golu og skýjahulu. Það hafði rignt og hækkað í ánni um tvo til þrjá þumlunga um nóttina. Majórinn skilaði mér af sér á veiðistað á leið sinni upp í Kvörnina. „Þetta ætlar að verða góður dagur,“ sagði hann. „Leggðu ekki hart að þér. Setztu niður og hvíldu þig dálitla stund á eftir hverjum fiski, sem þú færð.“ í£g ákvað að fara nákvæmlega að ráðum hans. Þetta var í fyrsta sinn, sem ég hafði kvíslina alveg út af fyrir mig, og ég gekk skipulega að öllu: lagði háfinn frá mér við lygnuna, athug- aði veiðarfærin gaumgæfilega, gekk hægum skrefum upp að kverkinni á hylnum, ávarpaði uppstökkar og reiðar kríurnar og reyndi að full- vissa þær um, að ég hefði ekki neitt illt í hyggju gagnvart þeirra dún- mjúku afkomendum. Svo þegar ég var kominn upp að kverkinni fékk ég mér sæti á steini og horfði á hyl- inn þar til ég sá eina tvo eða þrjá laxa bylta sér í straumnum, þá óð ég út á eyrina og kastaði í makind- um þangað til ég náði yfir undir bakkann. É"g setti nærri strax í fisk, og landaði honum vandræðalaust — fallegum 14 punda hæng. Ég dásam- aði hann, ljósmyndaði og leit á klukkuna. Hún var 9:50 Ég gekk í hægðum mínum til baka að hylnum, fann mér þægi- legan stein og settist með bakið upp að honum. Svo horfði ég á fjöllin í tuttugu mínútur, og á kríurnar, sem voru að hrekja burtu hrafna, horfði á rólegt flug sjö svana, sem stefndu norður yfir engjarnar í halarófu, en í þá áttina hafði ég ekki séð þá fljúga fyrr. Svo óð ég aftur út í og landaði öðrum fiski, áður en fimmt- án mínútur voru liðnar. Klukkan 12:30 var ég enn við efri hluta kvíslarinnar og kominn með fimm fiska á bakkann, allt á milli
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.