Úrval - 01.10.1970, Page 127
VATNSDALSÁ ...,
125
12 og 16 punda, án þess að missa
einn einasta. Ég kærði mig ekki
um fleiri og settist niður að bíða
eftir majórnum ofan úr Hólakvörn.
Hér gafst mér tóm til að hug-
leiða árangurinn af þeirri ró og ná-
kvæmni, sem ég beitti við veiðarn-
ar þennan morgun. Það var ekkert
fum, og engin óþarfa reynsla, og
litla flugan hafði haldið bæði fast
og vel, jafnvel á þessum hættulegu
lokasprettum. Þetta var náttúrlega
mest að þakka fiskunum sjálfum.
Allir tóku þeir fluguna á snúningn-
um, flestir í miðjum straumi. Þeir
tóku rólega og ákveðið, sáust greini-
lega, þegar þeir stungu sér á flug-
una og komu tæpast upp úr vatns-
skorpunni. Ég brá ekki við þeim,
heldur beið þess að finna þá taka í,
og festi þá öngulinn með hliðarátaki
eins og ég framast gat.
Síðdegis í Hólakvörn breytti við-
horfi mínu dálítið. Hún er eins frá-
brugðin Hnausakvísl og hugsazt
getur. Hún er rétt neðan við Flóðið,
og er lítill hylur, á að gizka 15 metra
breiður, og sextíu til sjötíu metra
langur, og hvergi meira en tveir
metrar á dýpt, og straumurinn hæg-
ur og lygn. Fiskar stanza vel í
kvörninni, maður getur séð þá
greinilega ofan af hólunum, og ef
logn er þá sjást þeir jafnvel af
bakkanum. Ef sæmilegur vindgári
er á vatÉninu er auðvelt að ná hér
fiski, en í blankalogni getur það
verið mjög erfitt.
Það var blæjalogn, þegar ég kom
að kvörninni, en ég ákvað að breyta
í engu veiðiaðferð minni frá þv:í
um morguninn, nema í því að
standa álengdar og fara varlega til
að styggja ekki. Tveir fiskar eltu
fluguna og glefsuðu eftir henni efst
í hylnum, en ég fann fyrir hvorug-
um. Neðst í hylnum setti ég svo í
fisk, sem trylltist bókstaflega. Hann
stökk og rásaði og stökk og rásaði
aftur um allan hylinn, hvernig sem
ég reyndi að hemja hann. Aðrir
fiskar busluðu og skutust burtu frá
honum í allar áttir, og ristu vatns-
flötinn og einn stökk hátt í loft
upp. Hann vildi ekki fara úr hyln-
um og ég gat ekki teymt hann upp
eftir í áttina að Flóðinu. Þá loks-
ins ég náði valdi á honum, landaði
ég honum neðan við hylinn.
Ég hvíldi hylinn, reyndi aftur og
missti tvo fiska, með stuttu milli-
bili. Þá reyndi ég þurrflugu og byrj-
aði neðst í hylnum. Fiskarnir risu
við henni, skutust undir hana og
byltu sér eftir að hún var farin
framhjá. Einn fiskur kom mjög
skemmtilega langt að, lét sakka
undir henni í þriggja eða fjögurra
feta fjarlægð en sneri svo við. Að
lokum varð ég að sætta mig við, að
þeir tækju hana ekki, þó ég þykist
viss um, að hún hefði reynzt vel
við lítilsháttar breyttar aðstæður.
Hólakvörnin nær ekki einum tí-
unda hluta af breidd árinnar á þess-
um stað. Afgangurinn er grunnar
lænur og strengir að undantekinni
mjórri rás fimm feta djúpri yfir
undir hinum bakkanum, en hún
kallast Bjarnastaðakvörn, og þar
stanzar fiskur sæmilega. Ég leitaði
tvisvar að henni, en vissi aldrei
hvort ég var að fiska í hylnum eða
hvort ég stæði úti í honum miðj-
um, svo að ég gafst upp og átti
ekki meira við þan nveiðistað.