Goðasteinn - 01.03.1965, Side 6
SkúLi Guðmundsson á Keldum:
Móðiirætt
Skúla GnfliiiHiidssonar
á Kntiluin
Það, sem hér verður sagt, er eftir Guðrúnu Jónsdóttur á
Keldum og Halldóru í Markaskarði, ekkju Björns á Fitjar-
mýri, Bjarnadóttur, (sem var hershöfðingi í öðrum fylkingar-
armi í Eyfellingaslag 1858). Hér stödd 1903.
Ágrip um næstu liði til gamans og fróðleiks.
A. Jón Sigurðsson og Ingibjörg Skúladóttir bjuggu í Hlíð
undir Eyjafjöllum (sögn G.J. og H. B.), áttu 8 börn, 4 syni og
4 dætur, er svo hétu:
1. Skúli var elztur sinna bræðra. Hann var bezti húsbóndi og
unnu hjú honum. Skúli var fæddur í Hlíð og var þar alla ævi,
bjó vel, talinn ríkur og dó frá stóru búi, barnlaus. Skúli á
Kcldum heitir eftir honum.
Skúli átti Steinunni Sighvatsdóttur, sem eyddi elli og eigum
hjá Sighvati í Eyvindarholti. Hún var systir Jórunnar, móður
Sighvats.
Sighvatur, faðir Steinunnar, bjó í Skálakoti. Hann átti kot-
4
Goðasteinn