Goðasteinn - 01.03.1965, Side 8

Goðasteinn - 01.03.1965, Side 8
bjuggu að Mið-Hvoli í Mýrdal, áttu eína dóttur, er Sigríður hét. Þessi Bjarni átti þrjá sonu með sinni fyrri konu, er hétu Einar, Sæmundur og Bjarni. Bjarni var þeirra yngstur, hinn nafnkunni hagleiks- og kunnáttumaður á Kirkjulandi í A.- Landeyjum, sem ýmsar sagnir eru til um. Hann smíðaði t. d. gangverk, klukku, sem gekk, úr tré, eftir að hann heyrði um stundaklukku talað. Bjarni sigldi til Ameríku á gamals aldri og dó þar eftir fárra ára dvöl um 1900. Kristín var því stjúpa Bjarna „Hún var ferðug og rösk, sem það fólk var, og vegnaði búskapur Bjarna betur eftir síðari giftinguna (H. B.). „Hún var góðgerðarkona“. (Sögn Jóns Loftssonar á V. Geldingalæk, sem mundi hana og heimsótti). 6. Þorgerður, giftist ekki, dó barnlaus (G. J.). 7. Guðlaug, var vinnukona hjá Sveini í Ytri-Skógum og tók þar við búsforráðum eftir lát konu hans. 8. Ingibjörg, dó 5-6 ára, mesta efnisbarn (H. B.). 9. Ingibjörg, átti Jón Sigurðsson í Skarðshlíð, Jónssonar. Hún var fædd 17. febr. 1793, giftist 28 ára, 1. nóv. 1821. Jón var fæddur 1793. Jón og Ingibjörg bjuggu fyrst í Skarðshlíð, fluttu þaðan að Stórólfshvoli eftir áeggjan vinar, Einars Jónssonar frá Hrútafelli, sem þá hafði hálfan Hvolinn tekið og raupað af, en flutti siðar að Forsæti í V.-Landeyjum. Vegnaði þeim ekki eins vel að Hvoli en komust þó vel af. Sigurður, faðir Jóns, bjó í Skarðshlíð, var kjarkmaður og karlmenni að burðum. Er sögn gömul um það. Hann var skírð- ur 26. ckt, 1753, d. 10. marz 1824, 74 ára ,,af megnum og lang- varandi innvortisveikleika og feber“. Bú hans virt 254 rd. 73 sk. Sigurður á Selalæk hét eftir honum. Erfiljóð eru hér til eftir hann, ort af Kjartani ráðsmanni í Eyvindarhólum hjá Olafi presti Pálssyni. Þetta er þriðja erindið af 8 alls: Háaldraður svo héðan fór Herrans dyggur stríðsmaður. Honum var iéður styrkur stór, stríddi því hjartaglaður. Allan mótgang ánægður bar, 6 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.