Goðasteinn - 01.03.1965, Side 9

Goðasteinn - 01.03.1965, Side 9
elskaði guð og dyggðirnaí, krans dýrðar kórónaður. Hann var bókbindari góður. Til er á Ægissíðu Vídalínspost- illa eftir hann í flúruðu skinnbandi, brennt utan af spássíu í stað skurðar. Sigurður var tvígiftur, átti auk þess eitt barn, líklega milli kvenna, Jón, með Þuríði, f. 29. okt. 1761, Hjörleifsdóttur (f. 1724), sem hann bjó með (minnir G. J.). Löngu síðar, 1817, gift- ist Sigurður Guðrúnu Pálsdóttur eldri, Eyjólfssonar frá Strand- arholti, sem komst á milli þeirra. Þeim samdi lítt (H. Þ.1), áttu eitt barn, sem upp komst (annað andvana), Þorbjörgu (f. 15. maí 1818 H. Þ.), er lengi bjó á Stóra- Moshvoli við fátækt mikla. Var þó síkát og glöð, mannkostakona og betri kostum búin cn móðir hennar, sérlega kirkjurækin, gangandi til hins síðasta. - Sem dæmi um kirkjurækni hennar má geta þess, að hún, sem hélt svo mikið af Biblíunni og öðrum guðsorðabókum, að þær máttu ekki koma saman við verslegar bækur, neyddist til að taka skinnkápu Biblíunnar, til að skóa sig með á páskadag til kirkjunnar. Gift Einari syni Einars bónda á Moshvoli og Þór- dísar Sigurðardóttur konu hans. Einar var burðamaður og smið- ur en ekki búsæll eða atorkusamur. Hennar gifting mjög nauð- ug. Voru vinnuhjú hjá sr. Sigurði ríka á Stórólfshvoli, sem ekki lastaði Einar fyrir henni. Þau áttu fjölda barna, flest dá- in barnlaus. Þorbjörg dó á níræðisaldri. Þuríður Hjörleifsdóttir varð matselja hjá Vigfúsi Þórarinssyni sýslumanni á Hlíðarenda og giftist þaðan ckkjumanni, Páli Jónssyni á Þverá, 1810 (sögn Þuríðar á Rauðnefsstöðum), gæða- kona, var 10 ára, er Páll giftist. Hún var miðkona hans, átci fyrr Jórunni Ólafsdóttur, vefara Stefáns á Árbæ. Páll dó á Rauðnefsstöðum 7. ág. 1843, 73 ára. Þeirra sonur, Páll, reri und- ir Eyjafjöllum og lá við í Skarðshlíð hjá hálfbróður sínum, Jóni, og áttu þau börn Jóns vísa sendingu með honum frá Þuríði á Þverá. Bú þeirra Páls og Þuríðar sáluga var 3. sept. 1834 virt á 217 rd. 28 sk. * Hannes Þorsteinsson. Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.