Goðasteinn - 01.03.1965, Síða 16
Rétt um það, þegar göngur hófust, byrjaði Gvendur ferð
sína að austan cg lét svo haga til að vera Álftveringum sam-
ferða yfir Mýrdalssand, þegar þeir fóru kaupstaðarferðina til
Víkur á sláturtíðinni. Rölti hann svo áfram vestur um sveitir,
allt til Suðurnesja. Þar kom hann hesti sínum í vetrargöngu en
fór síðan gangandi austur í sveitir, alla leið til Fijótshlíðar, og
þar hélt hann, að sögn, jólin.
Nokkuð mörg ár mun Gvendur hafa átt hest sjálfur, en lengst-
um kom hann austur á leiguhestum, stundum folaldsmerum og
hafði þá folaldið hnýtt aftan í hryssuna. Kristófer Kristófersson
bóndi á Keldunúpi smíðaði skeifur undir folaldið og járnaði
það fyrir suðurferðina á haustin.
Gvendur kíkir var ágætlega greindur maður. Hann var stál-
minnugur og fróður um margt. Dómum hans um náungann var
þó lítt að treysta, því að atvinnu hans, flakkinu, hentaði oft
annað betur en hinn einfaldi sannleiki til að ná eyrum fólks og
hylli gestgjafanna. Ekki þurfti ætíð mikið tilefni, svo að Gvendi
þætti sakarefni og léti varða óvináttu. Kom þykkja hans stund-
um niður á saklausum ættingjum þeirra, sem honum var í nöp
við. Sjaldan hlóð hann lofi á þá, sem voru af fátæku foreldri
komnir. Eitt sinn hældi hann bónda einum í Skaftártungu fyrir
slátt hans á túni: „Hann skóf og skóf í sólskininu allan dag-
inn“. Var þá að því vikið, að vinnumaðurinn væri einnig mik-
ill sláttumaður. ,,Er hann ekki sonur hans litla Sigga“? segir
Gvendur, og þurfti þá ekki frekar um það að ræða. Þá, sem
nutu hylli hans, hóf hann til skýjanna, en ég minnist þess aldrei,
að hann hlæði lítilmenni lofi, þó að hann miklaði suma um-
fram það, sem efni stóðu til. Tilhæfa nokkur held ég, að verið
hafi í öllum frásögnum Gvendar. Ef til vill voru ýkjurnar eink-
um fólgnar í því, að frásagnarhæfileiki hans var óvenjulegur.
Viljandi eða óviljandi gat hann brugðið upp stækkaðri mynd
af litlum atburði.
Ekki var Gvendur aufúsugestur sem skyldi, vegna lúsarinn-
ar, en segja mátti, að hún hryndi af honum. Var það ekki til-
tökumál á þeirri tíð, og var lúsin förunautur flestra flakkara.
Gvendur taldi hana sér ekki tii neins miska. Gyðríður Þór-
14
Goðasteinn