Goðasteinn - 01.03.1965, Page 21

Goðasteinn - 01.03.1965, Page 21
það ógleymanlegt. Þá minnist ég þess sem strákur, eitt sinn í tíð foreldra minna í Þykkvabæ, þegar hann hafði lokið snæð- ingi og tók hatt sinn á kné sér og þuldi ofan í hann, án þess að orðaskil yrðu greind. Breyttist þá allur svipur hans, varð ó- venju mildur og líkt og stafaði frá sér birtu, góðleik og hátíð- leik. Oftar sá ég því sama bregða fyrir í svip hans, þó að aldr- ei þætti mér jafnmikið til þess koma sem í þetta sinn. Gvendur átti eina dóttur barna, og á hún afkomendur. Veit e8 ekki annað en gott um þá að segja. Goðasteinn er þakklátur Þórarni í Þykkvabæ fyrir þennan ágæta þátt um Guðmund kíki. Teiknaða myndin er gerð af frú Kristínu Skúladóttur. frá Keldum 1922, fyrsta veturinn, sem hann kom að Keldum. Vissi hann ekki um starf Kristínar, en sat og þuldi, meðan myndin var teiknuð. Ljósmyndin Cl' tekin af Kristjáni Jónssyni, fyrrv. bankagjaldkera, á Kalmanstjörn í Höfn- um laust eftir 1920. Goðasteini væri mikil þökk á því að fá sagnir um Guðmund kíki, hinn merki- kga fulltrúa liðinnar aldar, því margir kunna enn frá honum að segja. Godasteinn 19

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.