Goðasteinn - 01.03.1965, Side 22

Goðasteinn - 01.03.1965, Side 22
Hornfjörður hefur þann prís, helzt yfir sveitir allar, að mörgum er þar matbjörg vís, þá miðjum vetri hallar. Að úthallandi vetri fóru fiskigöngur að koma á fiskimið og á grunn fyrir Hornafirði. Sílið (loðnan) kom í torfum hcr að fjörunum og æddi í torfum upp á fjörurnar, sérstaklega þó, þeg- ar snjór lá alveg að sjávarmáli. Líka kom sílið með hinum harða straumi inn um Hornafjarðarós og inn í fjörð. Rak það þá á fjörur innanfjarðar og fjaraði uppi, þegar fjara kom. Það þótti oft mikill fengur að ná í sílið til að borða, þegar lítið var um annað fiskmeti. Sílin voru mesta sælgæti, soðin ný. Einnig voru þau hert, breidd á klappir, möl eða timbur, hurðir og annað. Hörð síli voru geymd í pokum til næsta vetrar og urðu þá stundum þrá, ef þau voru fitumikil. Manni þótti þráabragðið ekkert vont í þá daga, fyrir og um aldamótin 1900. 20 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.