Goðasteinn - 01.03.1965, Side 27

Goðasteinn - 01.03.1965, Side 27
ar seilar af fiski, þá hefði hann komið með eina ýsustirtlu. Konan hans hafði sagt, þegar hún sá aflann: „Fannstu þetta allt einn, Ólafur minn“? Varð það svo þegjandi samkomulag þeirra hjónanna, er ekki vildi rætast úr með aflabrögðin hjá Ólafi, að hann varð heima að gæta bús og barna, en Ragn- hildur fór í föt Ólafs og fór í fjörðinn. Varð aflinn þá meiri. Eitt sinn fór Ragnhildur þannig búin í fjörðinn og var að vaða þar með seilina sína nokkuð þunga. Mætti hún þá Stefáni í Árnanesi, einnig með seil í eftirdragi. Þóttist hann ekki þekkja þennan mann og spurði að nafni. Svarið kom hiklaust: „Ég heiti Ranki“. Við manntal í Mýrahreppi 1845 er þetta fólk til heimilis í Slindurholti: „1. Ólafur Arason, 43 ára, f. í Bjarnarnessókn, bóndi. 2. Ragnhildur Rafnkelsdóttir, 27 ára, f. í Einholtssókn, hans kona. 3. Ari Ólafsson, 7 ára, f. í Bjarnanessókn, hans barn. 4. Guðný Magnúsdóttir, 6 ára, f. hér í sókn, hennar barn 5. Sigríður Magnúsdóttir, 3 ára, f. hér í sókn, hennar barn. 6. Guðrún Ólafsdóttir, 1 árs, f. hér í sókn, þeirra barn. 7. Guðrún Þorláksdóttir, 14 ára, f. hér í sókn, vinnukona“. Við manntal í Mýrahreppi árið 1855 eru þau hjón enn í Slind- urholti. Þá eru báðar dætur Ragnhildar horfnar að heiman, einnig Ari Ólafsson. Tvö börn hafa þau hjónin eignazt, sem skráð eru í manntalið, auk Guðrúnar, Einar, 7 ára, og Stein- unni, tveggja ára. Við manntal 1870 er Guðný, dóttir Magn- úsar og Ragnhildar, húsfreyju á Slindurholti, 31 árs, gift Krist- jáni Þorvarðssyni, 34 ára, fæddum hér í sókn. Sonur þeirra, Magnús, var þá átta ára. Ég hefi rifjað upp þessar sagnir um Ragnhildi í Slindurholti, af því mér sýnist hún hafi verið svo sérstæð kona að dugnaði og allri framkomu, að hún eigi skilið að gleymast ekki alveg. 9. janúar 1965. Godasteinn 25

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.