Goðasteinn - 01.03.1965, Side 28

Goðasteinn - 01.03.1965, Side 28
Helgi Hannesson frá Sumarliðabœ: Kampastaðir: Kot, sem draugur eyddi i I landi Odda á Rangárvöllum er stór og forblautur starar- flói, sem beitir Oddaflóð. Á alllöngum kafla liggja þau með- fram bakka Ytri-Rangár. Breidd þeirra er mörg hundruð metr- ar, en lengd þeirra, sarnhliða ánni, er margföld breiddin. Flatar- mál flóðanna allra má áætla hátt á annað hundrað hektara, að minnsta kosti. Mikil skák af þessari spildu fylgir Selalæk. Fyrrum voru flóðin slegin til mikilla muna. Ekki aðeins af ábúendum Oddahverfis og Selalækjar, menn sóttu þangað lang- ar leiðir, frá efstu bæjum á Rangárvöllum, Svínhaga, Selsundi og Næfurholti, og mörgum, sem lágu nær, einkum í grasleysis- árum. Ekki var sá heyskapur þó tekinn með neinni sitjandi sæld. Flóðin voru ófær hestum. eftir að klaki fór úr þeim. Því varð að draga heyið í böndum, síðan að bera það, þangað sem hægt var að þurrka. Sumarið 1881, eftir gaddavoturinn mikla, fór klaki aldrei úr Oddaflóðum, svo menn gátu farið með hesta um þau þvers og langs. Það sumar er sagt, að þau væru teiglögð að mestu. Þá 26 Godasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.