Goðasteinn - 01.03.1965, Side 34

Goðasteinn - 01.03.1965, Side 34
Frá Disneylandi. er nefnist Matterhorn og minnir rnjög á fjall með sama nafni í Ölpunum. Þá er að finna í garði þessum venjulegt Indíána- þorp og strákofaþorp frá bökkum Amazonfljóts. Bæði þessi þorp cru í eðlilegu umhverfi, og í Amazonþorpinu heyrast fjölbreyti- leg hljóð villtra dýra og fugla inni í myrkviðnum. Einn furðu- legasti hluti garðsins nefnist To-morrowland eða Framtíðarland. Þar er að finna hin ótrúlegustu farartæki, svo sem eldflaugar, fljúgandi diska, einspora járnbraut hátt yfir jörðu, himnavagna og kafbáta, svo að eitthvað sé nefnt. Kafbátar þessir runnu á sporum, neðan sjávar. IJt um glugga gat að líta margvíslega fiska, skjaldbökur, kratba og önnur kvikindi leika listir sínar á hafsbotni. Allt þetta, og fjölmargt annað, var að sjá í Los Angeles, þessari stóru, háværu og fjölbreytilegu borg við Kyrrahaf. Los Angeles er ung borg og hefur að mestu vaxið upp á þessari öld. Ibúarnir eru af afar blönduðum uppruna, og hér má finna fólk af flestum þjóðernum og litarháttum. En þótt borgin sé að mestu byggð á þessari öld, þá er upphaf hennar nokkru 32 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.