Goðasteinn - 01.03.1965, Qupperneq 35
eldra. Fyrsta vísi til byggðar á þessum sióðum má rekja til árs-
ins 1781, cr Spánverjar reistu hér nokkur hús og skírðu byggð-
ina: „Þorp vorrar frút og drottningar englanna“. Fyrst í stað
var hérna trúboðsstöð, þar sem frómir klerkar leituðust við að
fræða og kristna Indíána. Árið 1847 komst öll Kalifornia í eigu
Bandaríkjamanna í striði þeirra við Mexíkó. Þorp vorrar frúar
hélt þó sínu spánska nafni áfram, svo sem margir aðrir staðir
á þessum slóðum, en Los Angeles er aðeins síðasti hluti hins
upprunalega og íburðarmikla heitis þess.
En nú var lestin komin á allmikla ferð og stefndi til fjalla.
Borg englanna lá að baki, og ljós hennar dvínuðu í fjarska.
Yfir hvelfdist kvöldhimininn heiður og dimmblár. Ótal stjörn-
ur blikuðu, og mér sýndust þær óvenju skærar og nálægar. Eftir
ævintýri og eril síðustu daga í framandi umhverfi, var ánægju-
legt að iíta aftur í friði og ró fornvini eins og Fjósakonurnar,
Sjöstirnið og Karlsvagninn „upp á himins biáum boga“.
Segir nú ekki meira af Kaiiforníu, því að næsta morgun, sem
var gamlársdagur, vaknaði ég eldsnemma í Arizonaríki. Ríki
það er víðfrægt fyrir margra hluta sakir. Úrkoma er hér lítil
og því þurrkar til baga og vatnsskortur. Indíánabyggðir eru hér
margar, og á landið fleiri Indíána innan vébanda sinna cn nokk-
urt annað ríki Bandaríkjanna. Frá Arizona kom og forsetaefni
republikana á síðasta hausti. Barry Goldwater, og tapaði kosn-
ingu með meiri „yfirburðum" en dæmi eru til áður. Það var
þó ekki sök heimaríkis hans, sem veitti honum brautargengi.
Og í Arizona er að finna hið óskaplega stóra gljúfur Kolor-
adoárinnar. Nefnist það Grand Canyon, og getum við kallað
það Miklagii á íslenzku. Þangað var ferð minni heitið þennan
síðasta dag gamla ársins. Oft hef ég heyrt gljúfur þetta nefnt
eitt af fuiðuverkum heimsins, og er það réttmætt. En það hef-
ur það fram yfir hin frægu furðuverk fornaldarinnar, að manns-
höndin kom hér hvergi nærri, heldur „talaði náttúran ein wið
sjálfa sig“ við smíði þess.
Lestin stanzaði við William Junction, sem er smáþorp, drjúg-
an spöl sunnan gilsins. Þar skildi ég við hana, samkvæmt á-
ætlun, og tók mér far með iangferðabifreið norður á bóginn.
Goðasteinn
33