Goðasteinn - 01.03.1965, Qupperneq 35

Goðasteinn - 01.03.1965, Qupperneq 35
eldra. Fyrsta vísi til byggðar á þessum sióðum má rekja til árs- ins 1781, cr Spánverjar reistu hér nokkur hús og skírðu byggð- ina: „Þorp vorrar frút og drottningar englanna“. Fyrst í stað var hérna trúboðsstöð, þar sem frómir klerkar leituðust við að fræða og kristna Indíána. Árið 1847 komst öll Kalifornia í eigu Bandaríkjamanna í striði þeirra við Mexíkó. Þorp vorrar frúar hélt þó sínu spánska nafni áfram, svo sem margir aðrir staðir á þessum slóðum, en Los Angeles er aðeins síðasti hluti hins upprunalega og íburðarmikla heitis þess. En nú var lestin komin á allmikla ferð og stefndi til fjalla. Borg englanna lá að baki, og ljós hennar dvínuðu í fjarska. Yfir hvelfdist kvöldhimininn heiður og dimmblár. Ótal stjörn- ur blikuðu, og mér sýndust þær óvenju skærar og nálægar. Eftir ævintýri og eril síðustu daga í framandi umhverfi, var ánægju- legt að iíta aftur í friði og ró fornvini eins og Fjósakonurnar, Sjöstirnið og Karlsvagninn „upp á himins biáum boga“. Segir nú ekki meira af Kaiiforníu, því að næsta morgun, sem var gamlársdagur, vaknaði ég eldsnemma í Arizonaríki. Ríki það er víðfrægt fyrir margra hluta sakir. Úrkoma er hér lítil og því þurrkar til baga og vatnsskortur. Indíánabyggðir eru hér margar, og á landið fleiri Indíána innan vébanda sinna cn nokk- urt annað ríki Bandaríkjanna. Frá Arizona kom og forsetaefni republikana á síðasta hausti. Barry Goldwater, og tapaði kosn- ingu með meiri „yfirburðum" en dæmi eru til áður. Það var þó ekki sök heimaríkis hans, sem veitti honum brautargengi. Og í Arizona er að finna hið óskaplega stóra gljúfur Kolor- adoárinnar. Nefnist það Grand Canyon, og getum við kallað það Miklagii á íslenzku. Þangað var ferð minni heitið þennan síðasta dag gamla ársins. Oft hef ég heyrt gljúfur þetta nefnt eitt af fuiðuverkum heimsins, og er það réttmætt. En það hef- ur það fram yfir hin frægu furðuverk fornaldarinnar, að manns- höndin kom hér hvergi nærri, heldur „talaði náttúran ein wið sjálfa sig“ við smíði þess. Lestin stanzaði við William Junction, sem er smáþorp, drjúg- an spöl sunnan gilsins. Þar skildi ég við hana, samkvæmt á- ætlun, og tók mér far með iangferðabifreið norður á bóginn. Goðasteinn 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.