Goðasteinn - 01.03.1965, Side 41

Goðasteinn - 01.03.1965, Side 41
Um jól í Kaliforníu. um í „Húsi hins fagra engils“, sem er eitt veitingahúsanna á gilbarminum. Veðrið hafði verið gott og sæmilega bjart allan daginn, en er ég kom út úr veitingahúsinu, var byrjað að snjóa. Það skipast fljótt veður í lofti á reginfjöllum. Klukkan var orðin átta á gamlárskvöld, er ég settist upp í langferðabifreiðina og lagði af stað. Gilið var horfið í hríðar- mugguna. Ósjáifrátt leitaði hugurinn heim, þúsundir mílna yfir lönd og höf. Heima var gamla árið „liðið í aldanna skaut“ og komið fram undir morgun á nýársdag, því miklu munar á tíma þar og hér. Við náðum til járnbrautarstöðvarinnar í tæka tíð, þrátt fyrir veörið. Ég settist í þægilegt sæti og lestin brun- aði af stað á fullri ferð á vit nýja ársins og sólarupprásarinnar. 39 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.