Goðasteinn - 01.03.1965, Side 47
eitt aí mestu vatnsföllum landsins. Á öðru tók hann mcr ekki
vara, þótt margt gæti crðið mér að tjóni, óreyndum stráki, á
hinni löngu leið. Lán mitt var, að sama hæga, norðlæga áttin
hélzt þá fjóra daga, sem ferðin heim varaði, utan seinni part
annars dags, að þykknaði í lofti og rigndi fram á næsta morgun.
Múlakvísl rann rétt með Kaplagörðum, svo fárra mínútna
gangur var að henni frá Höfðabrekku. Kvíslin var auð að venju,
sökum straumhraðans. Oft var hún illfær yfirferðar, en nú var
hún sem vænn bæjarlækur. Hún rann milli hárra skara með svo
þéttu ísskriði, að ekki sá til botns. Sjálfsagt var að fara úr sokk-
unum, er að kvíslinni kom. Ég bretti svo upp buxurnar, sem
bezt ég gat, og óð út í strauminn. Náði vatnið mér vel í hnc.
Grunnstingull var mikill í botni, og þótti mér hann sár viðkomu.
Ég fann naumast til fótanna, er ég kom upp á eystri skörina,
enda var frostið biturt, og ncrðangolan snörp. Ég dreif m.ig
sem fljótast í plöggin og tók á rás austur á bóginn. Hélt ég
þeim spretti nokkuð austur fyrir Hjörleiíshöfða. Þar hvíldi ég
mig stutta stund.
Sæmilega glögg braut lá þá um sandinn. Svo átti að heita,
að hún væri stikuð, en margar stikurnar lágu niðri, cg aðrar
voru að falli komnar. Á stöku stað voru fannadrög, svo hörð,
að á þeim markaði ekki spor. Norður að sjá, yfir sandinn, var
hann alþakinn snjó, er náði Jangleiðina suður að Álftaversvegi,
er ég var staddur á. Var sem snjórinn hefði numið staðar við
Jinu, er dregin hafði verið þvert um sandinn, nær miðsvegar
milli efri og syðri leiðar.
Ég hélt ferð minni áfram. Það var unun að ganga og hlaupa
á rennisléttri jörðinni, harðfrosinni. Var ég þó of þungt klædd-
ur til hlaupa. Hissa var ég, er ég sá tunguna lafa úr munni fé-
laga míns, hann var víst of feitur og óvanur hlaupunum, greyið.
Austan við miðjan sandinn varð vatn á vegi mínum, Blauta-
kvísl. Hún flóði yfir bakka sína og vestur á sand, svo rækilega
hafði kæft í hana í bylnum nýafstaðna. Leit nú út fyrir, að
ferðalagið væri á enda. Ég settist niður hjá stiku, heidur dap-
ur í skapi og hugsaði ráð mitt. Ég hafði heyrt, að komast mætti
fyrir botn Blautukvíslar, en hvar hans var að leita, vissi ég ekki,
Godasteinn
45