Goðasteinn - 01.03.1965, Side 48

Goðasteinn - 01.03.1965, Side 48
aðdns, að hann væri einhvers staðar á Mýrdalssandi. Hugsaði ég mér að fara með kvíslinni og ieita botns í botnleysunni. Vatn- ið, sem rann upp á sandinn, fraus svo að segja jafnóðum. Kvíslin sjá'f var lögð næ.furþunnum ísi. Glöggt var, að frostið herti, er fram á daginn kom. Nú lagði ég af stað norður með ófærunni, með kuldahúfuna brctna niður um eyrun, því norðangolan var nístandi köld. Eg hafði gengið um i' ->~2 km, cr snjórinn fór að sýna sig, fyrst fannir, sem héldu, síðan samfelldur, lausari snjór, sem brátt varð að éfærð, sem ört þyngdist. Þegar snjór- inn náði mér um það í sokkaband, sneri ég til baka, án þess að sjá fyrir enda Blautukvísiar. Ég varð þess vísari, þegar kom suður á veg, að íshemingur- inn á kvíshnni hafði að mun þykknað, hcfði ég nú bara þolin- mæði, myndi eigi langt iíða, þar til hald yrði á kvíslinni suður frá veginum. ísinn virtist styrkari, eftir þvi sem sunnar kom. Ég ákvað að bíða nokkra stund, en brátt setti að mér kulda. Stóð ég þá á fætur og rölti suður með kvísiinni. Stöðugt styrkt- ist ísskæningurinn og hélt mér á blettum. Auðvitað vöknaði ég í fæturna á þessari göngu. Allt í einu versnaði útlitið, fram- undan voru nær eingöngu krapafannir þvert yfir kvíslina, hald- lausar með öllu. Ofar voru að sönnu fannir en talsvert bil milli þeirra með tæru vatni, sem óðum var að leggja. Ég sneri upp með kvíslinni, settist hjá sömu stikunni, í þriðja sinn, cg mændi á göturnar, þar sem þær hurfu ofan ölduna í blágrænan krapahjd. Auðvitað var ég klukkulaus en gizkaði á, að klukkan mundi orðin tvö e. h. eða rúmlega það. Nú þótci mér undarlega við bregða, mér var aftur orðið vel við Trygg félaga minn og var feginn návist hans. Þeim sinnaskiptum gaf ég þó engan gaum þá, hugsunin snerist öll um ferðina, mér fannst óbærilegt og aulalegt að snúa til baka. ískænið hélt á- fram að styrkjast, og von mín var bundin við það. Vindur óx undir kvöidið, svo ég varð að hreyfa mig, til að halda á mér hita. Dimmt kvöld var í vændum, tungl aðeins á fyrsta kvarteli. Undir rökkur áræddi ég loks að leggja út á ísinn. Veikt var haldið og brast mikið en of seint að snúa við, er út á torfæruna var komið. mér varð litið til Tryggs, sem gekk skammt frá 46 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.