Goðasteinn - 01.03.1965, Page 49

Goðasteinn - 01.03.1965, Page 49
mér, og sá, að ísinn hélt honum betur uppi, þótt þyngdarmunur okkar væri ekki mikill. Munurinn var líka sá, að hann gekk á ljórum fótum. Varð mér að ráði að herma eftir honum, og þá brá svo við, að ísinn nær hætti að bresta. Eg þræddi ísinn, þar sem hann var glærastur, vissi, að hann var sterkastur þar, hafði reynt það á tjörnunum hcima. Gekk nú vel um stund, og Blautakvísl var um það hálf að baki. Þá kom Tryggur allt í einu að mér með miklum gleðilátum. Eflaust hefur honum þótt athugavert göngulag mitt og því brugð- ið á leik. En þetta var meira en ísinn þoldi, hann seig ó- hugnanlega, brast í allar áttir, og vatnið vætlaði upp um brest- ina. Ósjálfrátt lagðist ég flatur og teygði úr öllum öngum sem m.est ég mátd. Æðri stjórn sá svo til, að stöngin varð nær þvert undir mér miðjum. Prik hcfði komið að engu gagni, stöng- inni átt ég líf að launa, eins og svo margir ferðamenn á fjöll- um og sléttlendi. Ég skipaði Trygg í burtu. Hann skildi víst ekkert. í þessu en dró sig þó brátt í hlé. Hætti ísinn þá að síga. Ég lá þá að nokkru í vatni, er óx jafnt og þétt. í ofbcði dró ég af mér vettlingana með tönnunum og byrjaði að kcma mcr áfram með því að klóra í svellið, sem var orðið flughált af vætunni. Ekki áræddi ég að fara á fjóra fætur, hvað þá meira, mjakaði mér bara áfram í þessari liggjandi stellingu, það sem eftir var að eystri bakkanum, um 20 m. Fyrir stönginni þurfti ekkert að hafa, hún brur.aði með, bcgin nokkuð og sem við mig bundin. Ég leit til baka, þegar ég hafði fast land undir fótum, og rann kalt vatn milli skinns og hörunds, er mér varð til fulls Ijóst,. hve litlu hafði munað meö það, að ferð mín endaði í hyl- dýpi Blautukvíslar. Tryggur var kominn austur yfir langt á und- an mér, sat þar fyrir á sínum rassi og starði á mig. í svipnum blandaðist saman geigur og vinátta, hin annálaða hundstryggð. Nú svaraði ég henni með gleði, það lá við, að við félagarnir föðmuðumst, nýsloppnir úr lífsháskanum. Þarna var þá ráðningin á ógeði mínu gagnvart Tryggi um morguninn. Líklega hefur það viljað vara mig við hættunni, sem af honum stafaði. Goðasteinn 47

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.