Goðasteinn - 01.03.1965, Page 50

Goðasteinn - 01.03.1965, Page 50
Nú tók ég upp nestisbitann og skipti miili okkar, sem báðir vorum orðnir matfegnir eftir þriggja til fjögra tíma bið við Blautukvísl. Sólin var að setjast og engin von til þess, að ég kæmist austur fyrir Kúðafljót um kvöldið. Ég var nú vel undir sprett búinn og var fljótur austur að Þykkvabæjarklaustri. Þar bjuggu þá bræðurnir Jón og Oddur Brynjólfssynir. Ég þekkti þá báða og Jón þó meir, og til hans stefndi ég för minni. Jón var mjög góður vinur pabba míns, og hafði svo verið frá æskudögum þeirra og hélzt meðan báðir lifðu. Jón á Klaustrinu tók mér eins og ég væri sonur hans og kvaðst mundu sjá um mig yfir Kúðafljót daginn eftir, því þessi væri liðinn, sér væri skemmtun að því að geta hýst mig. Aldrei gleymi ég hinum Ijúfmannlegu viðtökum hjá Jóni og konu hans, Sigurveigu Sigurðardóttur. Þau voru rómuð fyrir gestrisni og hjálpsemi við hvern, sem að garði bar. Allir mættu þar sömu góðvild, ríkir og fátækir. Blessuð sé minning þeirra góðu hjóna. Eitthvað fannst Jóni athugavert við útlit mitt, blautur að framan en þurr á hliðum og baki. Spurði hann skyndilega, hvern- ig Blautakvísl væri og hvort ég hefði hrakizt í henni. Ég sagði frá ferð minni yfir hana. Brá Jóni svo við, að hann hvessti á mig augun, sneri sér síðan hálfvegis að konu sinni og sagði: „Guð hjálpi mér“. Annað sagði hann ekki drykklanga stund, horfði bara af augum. Ég sá eftir að hafa sagt Jóni söguna, hún fékk okkur báðum nóg að hugsa í svipinn, en brátt birti yfir nafna mínum að nýju. Ég fór með Jóni í gegningar, þegar ég var kominn í þurrt og var búinn að borða. Sigurður sonur hans og vinnumaður voru við fjárhirðingu einhvers staðar fjær. Jón leysti heyið, en ég lét í meisana að fyrirsögn hans. Hann var ákaflega alúð- legur og hýr í bragði, sagði mér eitt og annað frá æskuleikjum hans og föður míns og lifði upp löngu liðna atburði. Ég hafði gaman af þessu cg heyrði á ný ýmsar sögur, sem pabbi hafði sagt mér. Jón leiddi um síðir talið að ferð minni og sagði þá alvarlega: „Vel líkar mér, að menn sýni dugnað og kjark, þegar svo ber undir, en - eins cg máltækið segir - kapp er bezt með forsjá. Með Guðs hjálp hef ég reynt að sjá fótum mínum forráð 48 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.