Goðasteinn - 01.03.1965, Side 54

Goðasteinn - 01.03.1965, Side 54
svartur, og myrkrið huldi hann gersamlega, svo aðeins glórði í augun. Lengi vel hélt ég götunni með því að þreifa fyrir mcð fótunum, fór þó við og við á hnén til að átta mig á stefnunni, cftir legu óglöggra spora í sandinum. Talsvert gerði myrkfælnin vart við sig, og draugasögurnar, sem ég hafði heyrt, runnu upp í hugskcti mínu, hver af annarri, með margföldum óhugnaði, og það versta var, að einmitt á þessum slóðum átti ein þeirra að hafa gerzt fyrir fáum árum. Að áliðinni vöku kom ég að Feðgum, eins og leiddur að bænum, hafði líka gætt vel að vindáttinni að hætti góðra ferða- manna. Þarna var einkar vel tekið á móti mér af hjónunum Sveini Þorsteinssyni og Guðrúnu Eyjólfsdóttur. Ekki var á mér þurr þráður eftir óveðrið. Ég háttaði þegar, og var vel að mér hlúð í góðu rúmi. Þangað var mér færður ágætur matur og borin mcð flóuð nýmjólk. Gestrisni var höfð í heiðri á Feðgum, eins og þessar viðtökur báru vott um, og sömu góðvild átti ég alls staðar að mæta í ferðinni. Sveini á Feðgum fannst á litlu viti byggt fyrir óreyndan ung- ling að fara þessa ferð. Sök sér, ef ég hefði verið á hægum, órögum og ratvísum hesti. Taldi hann ganga kraftaverki næst, að ég skyldi hitta á bæinn, sem stóð á bakka mikils straum- vatns, Eldvatnsins. Ég reyndi þarna, sem oftar, að hollur er sá, sem hlífir. Vel hefði ég getað gengið ofan fyrir bakka Eld- vatnsins í myrkrinu. Líklega hafa hinar fögru fyrirbænir Klaust- urhjónanna, er þau kvöddu mig um daginn, átt þátt í að leiða mig heim að Feðgum. Áreiðanlega lciðir Guð okkur um torfærur lífsins fyrir okkar eigin og annarra bænarstað. Að morgni vaknaði ég sem nýr maður. Búið var að leggja fötin mín hjá mér, svo að segja alveg þurr, og furðaði mig mjög á því. Eflaust hafði verið vakað yfir því að þurrka þau, sem þá var einn þáttur gistivináttunnar. Hvað skyldi nútímafólk segja um að vaka í hlóðaeldhúsi við að þurrka blaut föt mik- inn part nætur, jafnvel fram á morgun. Þá var sú regla ríkjandi að gera yfirleitt allt, til að hlynna að ferðamanninum, ekkert þótti of gott handa honum. Enn var lánið mér hliðhollt með ferðaveðrið. Var komin hæg, 52 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.